fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Helga Jóhanna ferðaþjónustubóndi nýr formaður FKA Suðurlandi

Eyjan
Mánudaginn 2. október 2023 15:04

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir ferðaþjónustubóndi að Skeiðum, formaður FKA Suðurlandi og eigandi Heima Holiday Homes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir var kosin formaður á aðalfundi FKA Suðurland sem haldinn var í Rauða húsinu Eyrabakka. Helga Jóhanna er eigandi Heima Holiday Homes og ferðaþjónustubóndi að Skeiðum í uppsveitum Suðurlands.

Við höldum áfram góðu starfi FKA Suðurlands er kemur að sýnileika, tengslaneti og að hafa áhrif á samfélagsumræðuna,“ segir Helga Jóhanna sem var með framboðsræðu á netinu þar sem hún var stödd erlendis.

Fundurinn fór fram í rauða Húsinu Eyrabakka í mildu veðri.

Í nýrri stjórn sitja ásamt Helgu Jóhönnu þær Íris Brá Svavarsdóttir, Íris Tinna Margrétardóttir, Ingunn Jónsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir og ný inn í stjórn er Jessi Kingan og varakona ný í stjórn er Aníta Dís Káradóttir.

Jessica Kingan stjórnarkona FKA Suðurlandi er eigandi Rauða Hússins og Bakki Apartments & Hostel Eyrabakka

Stækkandi deild á öflugu svæði

FKA Suðurland er skipað ríflega 80 konum sem koma úr fjölbreyttum starfsgreinum á Suðurlandi og fer þeim ört fjölgandi. „Við komum til með að virkja fleiri konur á svæðinu en líka vera duglegar að sækja aðra viðburði hjá FKA. Laufey Guðmundsdóttir stóð sig frábærlega og flestar úr fyrri stjórn halda áfram þannig að þetta verður frábært,“ sagði Helga Jóhanna

Fundarstjóri var Ingunn Jónsdóttir.

Landsbyggðadeildir Félags kvenna í atvinnulífinu hringinn í kringum landið

Hlutverk landsbyggðadeilda inna Félags kvenna í atvinnulífinu er að efla konur í öllum landsbyggðum og styrkja tengslanet nærumhverfis. Finna má landsbyggðadeildir félagsins hringinn í kringum landið. FKA Suðurland vill efla konur til ábyrgðar og þátttöku í atvinnulífinu með jákvæðri nálgun og gleði í fyrirrúmi. Haldnir eru áhugaverðir viðburðir, bæði í samvinnu við aðrar deildir FKA og viðburðir sérsniðnir að félagskonum á svæðinu. Farið er í heimsóknir í fyrirtæki kvenna, fræðsluviðburðir haldnir og fyrirlesarar bæði að fengnir eða úr hópi félagskvenna á Suðurlandi.

Fráfarandi formaður deildarinnar til tveggja ára Laufey Guðmundsdóttir.

Fundurinn fór fram í rauða Húsinu Eyrarbakka, fundarstjóri var Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og gestur fundarins var Elínborg Telma Ágústsdóttir með erindið „Kona býr til podcast – Nýhugsun”.

Margrét Ingþórsdóttir hjá Mundakoti Selfossi er bókari FKA.
Elínborg Telma Ágústsdóttir var með erindið „Kona býr til podcast – Nýhugsun“.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”