fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir hugmyndir þingmanns Sjálfstæðisflokksins dæmalausa dellu – staðreyndirnar tali sínu máli

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. október 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær hugmyndir sem Bryndís Haraldsdóttir setti fram á Alþingi í gær um að einstök hverfi í Reykjavík reyni að segja sig úr lögum við höfuðborgina og óska eftir inngöngu í önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru dæmalaus della og sýna að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu gjörsamlega búnir að missa raunveruleikatengsl, að mati Dagfara á Hringbraut.

Það er Ólafur Arnarson sem heldur um penna Dagfara nú sem oft áður. Hann segir sjálfstæðismenn þjást af mikilli vanlíðan vegna eyðimerkurgöngu þeirra í Reykjavík frá því árið 1994, en borgin hafi áður verið krúnudjásn flokksins.

Hann rifjar upp að ítrekað hefur flokkurinn teflt fram borgarstjóraefnum sem kjósendur hafa hafnað og sent út í hafsauga. Þar megi nefna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Halldór Halldórsson, Eyþór Arnalds og nú síðast Hildi Björnsdóttur, sem virðist reyndar hafa horfið af vettvangi stjórnmálanna eftir að henni mistókst að afla fylgis fyrir flokkinn. Undir hennar „forystu“ hafi Sjálfstæðisflokkurinn fengið næst minnsta fylgi í Reykjavík frá upphafi. Ólafur veltir því fyrir sér hvort Kjartan Magnússon eða Friðjón Friðjónsson verði næstur undir valtarann, eins og hann orðar það.

Við þessar aðstæður stígur fram einn af minni spámönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, og telur að íbúar í hverfum borgarinnar sækist eftir „úrsögn“ úr borginni yfir í nærliggjandi sveitarfélög. Þingmaðurinn ætti að vita betur. Hverfi, hópar eða einstaklingar segja sig hvorki úr né í sveitarfélög. Það gengur ekki þannig fyrir sig. Einhver í Valhöll ætti að reyna að útskýra fyrirkomulagið fyrir þingmanninum, sem ekkert virðist hafa lært af átta ára setu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, þannig að hann verði sér ekki frekar til skammar vegna þessarar dæmalausu þvælu,“ skrifar Ólafur.

Hvað varðar hvatningu Bryndísar til Vesturbæinga um að sækja um inngöngu í Seltjarnarnes skrifar Ólafur að eftir 40 ára forystu Sigurgeirs Sigurðssonar á bæjarstórastóli hafi árið 2002 tekið við fólk sem engu hafi komið í verk – öðru en að safna skuldum. Fyrst hafi Jónmundur Guðmarsson stöðu bæjarstjóra en hrökklast úr starfi og tekið við sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Næst hafi Ásgerður Halldórsdóttir sest í stólinn og í fyrra hafi Þór Sigurgeirsson, sonur Sigurgeirs bæjarstjóra, orðið leiðtogi flokksins og bæjarstjóri.

Þrátt fyrir að nær engar stórar framkvæmdir hafi farið fram í sveitarfélaginu, enda var þeim flestum lokið í tíð Sigurgeirs, hefur það verið rekið með stöðugum halla samfellt í níu ár. Flokkurinn hefur þráast við að hafa útsvar í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum og því aukið á skuldasöfnun. Rembingur Sjálfstæðisflokksins við að reyna að státa af lægra útsvari en Kópavogur, Reykjavík og Hafnarfjörður hefur kostað Seltjarnarnesbæ skuldasöfnun og það að ekki er unnt að veita þá þjónustu sem íbúar eiga sjálfsagða kröfu til.“

Ólafur segir halla þessa litla 4.500 manna sveitarfélags hafa numið tveimur milljörðum króna á síðustu níu árum og þrátt fyrir góðan vilja núverandi bæjarstjóra hafi bærinn ekki bolmagn til að endur nýja ónýtt gervigras á fótboltavelli Gróttu sem sé hættulegt og hafi valdið alvarlegum slysum.

Þessar staðreyndir hefði Bryndís mátt kynna sér, að mati Ólafs, áður en hún kom með staðhæfingar sínar. Hann minnir á að í Mosfellsbæ, þar sem Bryndís var í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi flokkurinn misst öll völd og Ólafur varpar fram þeirri spurningu hvers vegna svo sé.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar