Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við HÍ og formaður Jafnvægisvogarinnar var með erindið ,,Við töpum öll á einsleitninni.” Mynd/Silla Páls
Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Áhugaverð erindi voru á ráðstefnunni og mælaborð kynnt sem varpar ljósi á stöðuna jafnréttismálum í atvinnulífinu í dag.
Mælaborðið er gott verkfæri sem er byggt á gögnum frá Creditinfo, Freyju Vilborgu Þórarinsdóttur í GemmaQ, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sem Deloitte tók saman og útkoman þetta áhugaverða verfæri sem fólk er hvatt til að kynna sér.
Eliza Reid forsetafrú kynnti viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum sem voru 89 að þessu sinni. Fyrirtæki, sveitarfélög og opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA sem vill koma sérstöku þakklæti til samstarfsaðila og sendir hamingju óskir til viðurkenningarhafa ársins.
„Það er gaman að vera skást í heiminum en hér eru tækifæri til að gera betur er kemur að jafnrétti og að standa með mannréttindum.“