fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Maðurinn sem tók ekki skellinn sinn

Eyjan
Laugardaginn 14. október 2023 12:03

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta ljóðið í bókinni Skáldaleyfi, sem gefin var út haustið 2020 í tilefni af fjörutíu ára rithöfundarferli þessa hals sem hér fer fingrum um lyklaborðið, hefur komið sér nokkuð rækilega fyrir í kolli þess sama síðustu daga, sakir pólitískra sviptivinda sem ýfa nú um stundir Ísalandið.

Ljóðið nefnist Farangur – og er á þessa leið:

Það kemur fyrir
að fólkið doki við
á vegamótunum

og átti sig á því
að öllum farangrinum
sem það er klyfjað

hefur verið pakkað niður
af öðrum.

 Fráfarandi fjármálaráðherra í harla þaulsetinni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið býsna þrúgaður af þungum farangri um árabil, sem að einhverju leyti hefur verið pakkað niður af föður hans, svo sem dæmin sanna, en af því að það er ekki stórmannlegt að kenna öðrum um ófarir sínar, verður sá sem byrðarnar ber að kannast líka við sitthvað það helsta sem hann hefur sjálfur komið fyrir í pjönkunum.

Og þar er ýmislegt hægt að tína til á tíu ára valdatíma.

Nú síðast auðvitað afneitunin. Og þar er komin einhver langdregnasta afneitun íslenskra stjórnmála.

Maðurinn kannast nefnilega ekki við afglöpin. Í öllum meginatriðum er hann ósammála Umboðsmanni Alþingis og öðrum þeim stofnunum á vegum ríkisvaldsins sem aftur og ítrekað hafa sett ofan í við fjármálaráðherra fyrir að vera vanhæfur við margbrogað söluferlið á Íslandsbanka – og farið þannig á svig við grundvallarreglu stjórnsýsluslaga.

Ráðherrann braut reglur. Hann fór á svig við skyldur sínar í embætti.

„Fráfarandi fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar. Hann sest bara í næsta stól.“

En það tók hann samt mánuði og misseri að átta sig á því að honum væri ekki lengur sætt á hornskrifstofunni í Arnarhváli. Og það sem á endanum hrakti hann út af henni var óttinn við að fara gegn æðstu löggjafarsamkundu þjóðarinnar – og endanlegu áliti hennar.

Það kostulegu er aftur á móti – og jafnframt það sögulega, gott ef ekki heimssögulega – er að viðkomandi pólitíkus sem leiðir einn elsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar segir af sér án þess að kannast við afglöp sín. Í raun og veru velur hann einstigi sem ekki hefur verið farið áður í íslenskri pólitík, sumsé að hrókera sjálfum sér í stað þess að hverfa af taflborðinu eins og aðrir ráðherrar hafa ítrekað gert þegar þeir hafa sagt af sér embætti. Og tekið skellinn.

Fráfarandi fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar. Hann sest bara í næsta stól.

Yfirlæti af þessu tagi er til vitnis um hroka. Og það er ef til vill í anda sögu flokksins sem hefur lengst af í sinni sögu sögu talið sig eiga valdið.

Í öllu falli er auðmýktin í fiðurvigt.

En það er svo eftir öðru að allt er þetta gert með velþóknun VG, meira að segja með aðdáun. Það er líka sögulegt, jafnvel heimssögulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður