fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Breytt götuheiti

Eyjan
Laugardaginn 14. október 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess er krafist að götuheitum í Reykjavík verði breytt til samræmis við tíðarandann. Mun fleiri götur heita eftir karlmönnum en konum. Reynt hefur verið að bæta úr þessu á liðnum árum en ekki nógsamlega. Skúla fógeta var skipt út fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og Skúlagötu breytt í Bríetartún. Elísabetarstígur er á gömlum heimaslóðum Elísabetar Jökuls. Lagt hefur verið til að nafni Hátúns verði breytt í Ólafartún og eflaust fara fleiri götunöfn sömu leið.

Ég bjó í Berlín um nokkurt skeið. Borgaryfirvöld hafa verið ákaflega breytingaglöð á liðinni öld í samræmi við pólitíska strauma og stefnur. Sumar götur í Austur-Berlín gengu undir fjórum til fimm nöfnum frá aldamótunum 1900. Nasistar breyttu ótal götunöfnum í borginni til að heiðra sína fylgismenn. Kommúnistastjórnin skírði þessar sömu götur í höfuðið á hetjum byltingarinnar eftir stríðið. Þessu var öllu breytt eftir fall múrsins svo að menn skiptu um götuskilti á nokkurra áratuga fresti.

Það er gott mál að Reykjavík fari þessa sömu leið. Fljótlega verða fleiri götur látnar heita kvenmannsnöfnum. Þessu verður svo breytt aftur í takt við pólitískar hræringar. Eftir einhvern tíma verða þessar eða aðrar götur látnar heita eftir frægum einstaklingum úr hinseginsamfélaginu. Göturnar í Norðurmýri mætti nefna í höfuðið frægum íslenskum rithöfundum. Nöfnum þeirra má svo breyta þegar viðkomandi listamanni er slaufað vegna einhverra yfirsjóna. Þannig er hægt að skipta endalaust um götuheiti í takt við tíðarandann og ráðandi stefnur.

Slíkar nafnabreytingar gera borgir og bæi lifandi og auka fjölbreytileikann til muna. Þær efla meðvitund fólks fyrir sögu og nærumhverfi og brýna fyrir fólki forgengileika mannlegrar upphefðar. Sá sem fékk götu nefnda eftir sér í dag má búast við að verða útskúfað á morgun og kastað á öskuhauga sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?