fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan sagði það leikrit að Bjarni sæti fyrir svörum og spurði hann einskis

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 11:57

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný fyrir stuttu var að ljúka óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meðal ráðherra sem sátu fyrir svörum var Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Eins og kunnugt er hefur Bjarni tilkynnt afsögn sína en hún tekur ekki formlega gildi fyrr en ríkisráðsfundur verður haldinn á Bessastöðum þar sem ráðherraskipti fara fram og hver sá sem verður eftirmaður Bjarna tekur við.

Í tæpan hálftíma áður en fyrirspurnatíminn hófst var rætt um fundarstjórn forseta. Þar tóku nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar til máls og gerðu athugasemdir við að Bjarni sæti fyrir svörum í ljósi afsagnar hans. Flestir þeirra sögðu um hreinræktað leikrit að ræða og veltu fyrir sér hvernig Bjarni gæti svarað fyrir langtímahorfur í fjármálum ríkisins. Stjórnarþingmenn sögðu að þarna væri um að ræða ansi þunnildislega pólitík af hálfu stjórnarandstöðunnar Bjarni væri ennþá ráðherra og þingmenn gætu því vel spurt hann spjörunum úr.

Meðal þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem tóku til máls var Björn Leví Gunnarsson Pírati sem sagðist bara sjá tvo ráðherra sem sætu fyrir svörum en ekki þrjá eins og tilkynnt hefði verið.

Halldóra Mogensen flokksfélagi Björns sagði einfaldlega vandræðalegt að Bjarni væri mættur í óundirbúinn fyrirspurnatíma og spurði af hverju hann væri þarna. Hún hefði ekki hugmynd um hvað hún ætti að spyrja hann út í.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, benti á að vegna álits Umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hefði verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisins á hlut þess í Íslandsbanka væri salan í uppnámi og þær tekjur sem reiknað væri með af henni myndu því ekki skila sér samkvæmt áætlun og skilja þannig eftir stórt gat í fjármálum ríkisins. Fjárlagafrumvarpið væri þar að auki munaðarlaust á meðan beðið væri eftir arftaka Bjarna. Svo mikið var kallað fram í undir þessari ræðu Þorbjargar að Birgir Ármannsson forseti þingsins sló fast í bjöllu sína og kallaði yfir þingsalinn:

„Þingmaðurinn hefur orðið.“

Áfram héldu þó frammíköllin og Þorbjörg sagði þá:

„Leyfðu mér að tala, háttvirtur þingmaður.“

Síðastur tók til máls Indriði Ingi Stefánsson, varaþingmaður Pírata, sem tók undir að sú staðreynd að Bjarni sæti fyrir svörum væri hreinræktað leikrit. Það væri eins og Bjarni hefði gengið út af leiksýningu í hléi og farið í miðasöluna til að kaupa nýjan miða á sýninguna.

Þegar fyrirspurnatíminn loks hófst beindu stjórnarandstöðuþinmenn spurningum sínum, en engir stjórnarþingmenn spurðu spurninga, að hinum tveimur ráðherrunum sem sátu fyrir svörum, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Bjarni var hins vegar ekki spurður neinna spurninga.

Um leið og fyrirspurnartímanum lauk mátti sjá, í vefútsendingu á heimasíðu Alþingis, Bjarna ganga út úr þingsalnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum