fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Nýliðamóttakan hjá FKA er ekki staður til að heyra saumnál detta

Eyjan
Miðvikudaginn 11. október 2023 14:24

Fræðslunefnd 2023-2024 frá vinstri Bjarný Björg Arnórsdóttir ritari nefndar, Elín Gunnarsdóttir sem vinnur hjá Össur, Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana og Rósa Viggósdóttir sviðsstjóri sölu- og markaðsmála Sólar ræstingar. Á myndina vantar Guðný Þorsteinsdóttur formann nefndar og Ernu Maríu Jensdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar deildir, nefndir og ráð starfa í öflugu stóru félagi eins og FKA sem í eru 1420 konur af landinu öllu. Eitt af hlutverkum Fræðslunefndar FKA er að sjá um Nýliðamóttöku tvisvar á ári og fór ein slík fram í húsakynnum Össurar á dögunum.

Hildur Einarsdóttir rafmagnsverkfræðingur með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði og reiknifræðilegum taugavísindum var með kröftugt erindi og það var magnað að spjalla við félagskonu sem var í salnum sem á föður sem fékk fyrir margt löngu gervifót hjá Össuri sem hafði heldur betur áhrif á allt hans fólk og hans líf,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Almennt fjör, hraðstefnumót og regla sem við erum með sem er að tala við tvær til þrjár konur sem þú hefur ekki hitt áður. Við hlustum en svo tölum við líka mjög mikið. Nýliðamóttakan hjá FKA er ekki staður til að heyra saumnál detta.“

Ástríða fyrir nýsköpun út í öll horn hjá Össuri.

Við komum fólki á fætur,“ sagði Hildur Einarsdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Össuri í áhrifaríku erindi á nýliðamóttöku FKA en reglubundin nýliðamóttaka er haldin fyrir nýjar félagskonur en einnig þær sem ætla loksins eða aftur að stimpla sig inn í starfið og verða virkari í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Ástríða Hildar fyrir nýsköpun og víðtæk reynsla hennar og þekking á stoðtækjaiðnaðinum og stefnumótun í vöruþróun er mikil og því gefandi að hlusta á hana,“ segir Rósa Viggósdóttir sviðsstjóri sölu- og markaðsmála Sólar ræstinga sem er í stjórn fræðslunefndar.

Aldís Arna Tryggvadóttir formaður FKA Vesturland sem er framkvæmdastjóri og eigandi Heilsuheill ásamt Andreu Róbertsdóttur framkvæmdastjóra FKA.
Hildur Einarsdóttir hjá Össuri.
Veronika Guls META Client Partner in Iceland og Daria Podenok markaðsstjóri Solid Clouds.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir stjórnarkona í FKA, eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar hér ásamt Sigríði Inga Svarfdal Þorkelsdóttur stjórnarkonu FKA Framtíð sem er markaðsstjóri YAY.
Emiliya Nikolova ráðgjafi og Ingveldur Þóra Eyjalín Stefánsdóttir skrifstofustjóri Haga.
Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir stjórnarkona FKA, Helga Jóhanna ferðaþjónustubóndi nýr formaður FKA Suðurlandi, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir gjaldkeri FKA, Andrea Ýr Jónsdóttir ritari FKA, Grace Achieng og Dóra Eyland stjórnarkonur FKA og Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki