fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Eyjan

Hanna Katrín Friðriksson skrifar: Áfram stopp jafnvel smá til baka

Eyjan
Miðvikudaginn 11. október 2023 18:43

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru stór og mikilvæg verkefni fram undan. Verkefni sem skipta sköpum þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Við höfum þar alla burði til að gera vel. Alla burði til að auka velsæld á hátt sem ekki eingöngu skilar sér til núverandi kynslóða heldur framtíðar kynslóða líka.

En tíminn líður og hann vinnur ekki með okkur. Verklagið við þessar aðstæður gerir það ekki heldur.

Hér eru teknar ákvarðanir eftir fyrir fram skilgreindum leiðum, ákvarðanir sem eru vel ígrundaðar og vel er vandað til. Hvað gerist svo? Þá er hikstað, tafið, endurskoðað og jafnvel bakkað. Stoppað aftur á byrjunarreit, kannski byrjað upp á nýtt. Eða bara stoppað alveg.

Ég ímynda mér að margir telji – og það skiljanlega – að ég sé hér að tala um almennt vinnulag ríkisstjórnarinnar.  Ég er hins vegar að súmmera upp skilaboðin af haustfundi Landsvirkjunar sem ég sat í morgun. Eftir stöðnun og vandræðagang síðustu ára ríkir einfaldlega mikil óvissa um getu okkar til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum og til að standa undir orkuþörf íslensks samfélags í örum vexti. Það ríkir óvissa um getu stjórnvalda til að tryggja samfélaginu næga græna orku í náinni framtíð. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar.  

Hvað þarf til, til að laga þetta var spurt. Svörin voru alveg skýr.
Það þarf samstöðu. Það þarf samstillt átak. Það þarf að komast af stað.

Það er ekki boðlegt að orka stjórnvalda fari áfram að mestu í átök og hrossakaup við ríkisstjórnarborðið. Við þurfum starfshæfa ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum starfshæfa ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimilin í landinu. Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins, tekur ákvarðanir, og framkvæmir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður