fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Hundrað ár frá fæðingu Alberts – Valsmenn heiðra minningu sinnar mestu hetju

Eyjan
Föstudaginn 6. október 2023 18:00

Meðal þeirra sem mættu í Fjósið að Hlíðarenda í gær voru Ingi Björn Albertsson, Ingólfur (bróðir Alberts), Helena Albertsdóttir og Jóhann Halldór Albertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu Alberts Guðmundssonar, frægasta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Albert setti einnig sterkan svip á stjórnmál hér á landi á síðustu öld. Hann átti sæti í borgarstjórn og borgarráði, var kjörinn á Alþingi og gegndi stöðu fjármálaráðherra og síðar iðnaðarráðherra árin 1983 til 1987 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vorið 1987 skildu leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins en þá stofnaði Albert Borgaraflokkinn með skömmum fyrirvara og bauð fram í öllum kjördæmum í þingkosningunum þá um vorið, hlaut 12 prósenta fylgi og kom sjö mönnum á þing. Síðar varð Albert sendiherra Íslands í París.

Albert kom víða við og var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu. Stjarna hans skein skært víða í Evrópu. Eftir knattspyrnuferlinn tók annað við en allt fram á síðasta dag sýndi Albert að hann hafði engu gleymt í boltanum

Fjölskylda Alberts og Valsmenn komu saman til kaffisamsætis í húsakynnum Vals í gær. Ingi Björn sonur Alberts bauð gesti velkomna og þakkaði þeim fyrir að minnast þessara tímamóta en auk fjölskyldunnar var þarna saman kominn fjöldi Valsmanna, formaður félagsins, nokkrir fyrrverandi formenn og aðrir gamlir og góðir félagar og forystumenn sem nutu þessarar stundar vel. Eysteinn Hauksson tók til máls og rifjaði upp knattspyrnusögu Alberts og Þorgrímur Þráinsson talaði einnig. Þá tók Helena Albertsdóttir til máls en hún hefur verið búsett erlendis í 35 ár.

Um það er varla deilt að Albert Guðmundsson er mesti afreksíþróttamaður Vals frá upphafi og einnig Íslands en hann var fyrsti atvinnuknattspyrnumaður Íslands og lék knattspyrnu í Skotlandi, Englandi á Ítalíu og í Frakklandi um árabil.

Albert Guðmundsson lést 7. Apríl 1994.

Börn Alberts Guðmundssonar: Ingi Björn, Helena og Jóhann Halldór.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni