fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Leyndarmál forsætisráðherra

Eyjan
Fimmtudaginn 5. október 2023 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður að teljast stórmerkilegt að íslenskar launþegahreyfingar gefi stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu og frekari opnun fyrir alþjóðaviðskiptum ekki meiri gaum. Gleymum því ekki að stóra lífsgæðastökkið á Íslandi hófst þegar við gengum inn í EES fyrir um 30 árum síðan.

Svigrúm til frekari umbóta er til staðar og stórir hagsmunir undir. Gjaldmiðillinn og gengisstöðugleikinn; vaxtastefna og fjármagnskostnaður…

Meiri ábati en nokkur kjarasamningur gæti fært launafólki. Verkalýðshreyfingin hefur hér brugðist hlutverki sínu.“

Launþegaforysta

Þetta er tilvitnun í greinina Vopnin kvödd, sem Friðrik Jónsson fyrrum formaður BHM skrifaði í vor sem leið þegar hann lét af forystu í samtökunum. Í fyrra sagði BHM í tengslum við fjármálaáætlun að áður en unnt væri að tala um norrænt vinnumarkaðsmódel yrði að tryggja gengisstöðugleika.

Sumir hafa haldið því fram að byrja verði á norrænu vinnumarkaðsmódeli til að ná stöðugleika. En háskólamenn benda á gengisstöðugleika sem forsendu fyrir varanlegum stöðugleika á vinnumarkaði. Það rímar vel við hugmyndafræði þjóðarsáttarinnar á sínum tíma.

Nú í haust hefur nýr forseti ASÍ, Finnbjörn Hermannsson, staðfest að hugmyndin um stöðugan gjaldmiðil sé enn á dagskrá. Og formaður Starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, hefur tekið undir með þeim hagfræðingum, sem fært hafa rök fyrir því að lítill gjaldmiðill sé sjálfstæð uppspretta óstöðugleika.

Ríkisstjórnarforysta

Vaxandi skilningur forystumanna í samtökum launþega á mikilvægi stöðugleika og því óréttlæti sem leiðir af margföldu peningahagkerfi, skiptir heimilin í landinu miklu máli.

Hitt hefur þó meira vægi hvað forsætisráðherra hefur um málið að segja. Vísir birtir afstöðu hennar laugardaginn 30. október.

Þar segist forsætisráðherra skilja að umræðan sé komin aftur í gang. Það er lofsvert. Svo bætir hún við:

„Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér.“ Þetta er jákvætt og kórrétt. Umhugsunarefnið er setningin sem á eftir fylgir:

„Þar er mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.“

Enginn rökstuðningur. Enginn vísir að heildstæðri umræðu. Bara lokuð órökstudd niðurstaða.

Hagfræðingaforysta

Forsætisráðherra vitnar skiljanlega hvorki í álit hagfræðinga né góða reynslu af sjálfstæðri peningastefnu.

Í ritinu Áhættudreifing eða einangrun frá 2014 segja hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson:

„Hin gamla íslenska aðferðafræði að líta á hátt raungengi sem forsendu fyrir góðum lífskjörum er ekki aðeins úrelt, heldur einnig uppskrift að bæði greiðslujafnaðarerfiðleikum og lágri framleiðni launa –sem raunin hefur borið vitni síðustu áratugi.“

Þetta rímar líka við reynslu síðustu tveggja ára: Hækkandi gengi, enginn hagvöxtur á mann og engin framleiðniaukning.

Hagfræðingarnir segja enn fremur í bók sinni: „Íslensk stjórnvöld geta aldrei haft nema mjög takmarkaða stjórn á gengisþróuninni.“

Þeir bæta svo við að þeirri skoðun vaxi fylgi: „að sjálfstæð peningastefna sé í raun ómöguleg fyrir smærri myntsvæði, nema þá því aðeins að hún sé studd höftum.“

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor færði síðan í Vísbendingargrein fyrr á þessu ári heildstæð rök fyrir því að rétt væri að stíga lokaskrefið frá aðild að innri markaði Evrópusambandsins til fullrar aðildar.

Heildstætt mat

Af heildstæðu mati margra hagfræðinga má ráða að sjálfstæð peningastefna sé ekki erfið á smærri myntsvæðum, heldur ómöguleg án hafta.

Þetta veit forsætisráðherra. Hún veit að sex ára seta hennar í stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg hefur ekki snúið þessum hagfræðikenningum við. Og hún veit líka að reynsla forvera hennar í því húsi var sú sama.

Forsætisráðherra boðar heldur ekki meiri höft, sem að mati hagfræðinga eru forsenda sjálfstæðrar peningastefnu í litlum hagkerfum.

Hin hliðin

Hin hliðin á svari forsætisráðherra er því í raun þessi:

Með því að standa utan Evrópusambandsins og hafna evrunni er verið að standa vörð um aðra mikilvægari hagsmuni en að tryggja meiri stöðugleika og eyða ójöfnuði á fjármálamarkaði.

Hvaða hagsmunir eru það? Hvers vegna vill forsætisráðherra ekki ræða þá hagsmuni heildstætt?  Hvert er leyndarmál forsætisráðherra?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!