fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Í Færeyjum yrði uppreisn ef þeir þyrftu að þola vaxtaokrið sem tíðkast á Íslandi, segir Vilhjálmur Birgisson

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson hefur eftir Íslendingi sem búið hefur í áratugi í Færeyjum að uppreisn yrði í Færeyjum ef fólk þar þyrfti að þola þá húsnæðisvexti sem nú eru við lýði hér á landi. Hann segist ekki skilja langlundargeð Íslendinga gagnvart ástandinu hér. Viðkvæðið sé ávallt að engu sé hægt að breyta, þau sterku öfl sem stjórna samfélaginu taki það ekki í mál. Svo sé verkalýðshreyfingunni kennt um óstöðugleikann. Stjórnmálamenn verði að líta sér nær og horfa á það hvernig þeir fara með fólkið í landinu með vaxtaokri, óstöðugleika og fákeppni.

Vilhjálmur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Vilhjálmur Birgisson 4
play-sharp-fill

Vilhjálmur Birgisson 4

Af því að þú segir þetta, Ólafur, þá var viðtal líka við Íslending sem býr í Færeyjum, sem flutti út 1984 ef ég man rétt. Hann er með í Færeyjum óverðtryggt lán til 30 ára á fjögur prósent föstum vöxtum. Hann sagði í þessu viðtali að ef Færeyingar þyrftu að þola svona húsnæðisvexti eins og núna eru við lýði á Íslandi þá sagðist hann fullyrða að það yrði uppreisn í Færeyjum.“

Hann segist klóra sér oft í hausnum yfir langlundargeði okkar Íslendinga. „Við erum dálítið mikið þannig að við segjum: Þetta er bara svona. Þetta er bara svona, það er ekki hægt að breyta þessu. Þetta er kannski vegna þess að þessi sterku öfl sem stjórna íslensku samfélagi segja: Þetta er svona!“

Vilhjálmur segir ótrúlegt til þess að vita, hafandi verið á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar í 20 ár – að sitja síðan undir því frá vissum stjórnmálamönnum að í raun og veru sé þetta verkalýðshreyfingunni allt um að kenna. „Ég held að þetta fólk ætti að líta sér nær og hugsa um það hvernig það er að fara með þegna sína sem þurfa að búa undir þessu vaxtaokri, óstöðugleika og fákeppni sem ríkir hér á landi.

Við skulum ekki gleyma því að vissulega erum við Íslendingar búsett í frábæru landi, tæru og fallegu. En aðal málið er það að landið okkar er stútfullt af auðlindum – auðlindum sem skila íslensku þjóðarbúi gríðarlegum tekjum. Það skiptir ekki máli hvort við erum að tala um sjávarútveg, hvort við erum að tala um orkufrekan iðnað eða hvort við erum að tala um sölu gagnvart þeim náttúruperlum sem við eigum í gegnum ferðamannaþjónustuna.“

Mestu máli skipti að þessum gæðum sé deilt með sanngjörnum og réttlátum hætti á milli þeirra sem hér búa. „Hér er að verða til gríðarlega fjársterkt fólk sem kaupir nánast allt upp á meðan við erum með fólk sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar og nær ekki að halda mannlegri reisn. Þetta er bara staðreynd í okkar samfélagi sem er algerlega til háborinnar skammar í samfélagi sem er svona ríkt af þeim auðlindum sem við eigum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture