fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: Seðlabankinn rænir séreignarsparnaði heimilanna og færir bönkunum – grefur undan sjálfum sér

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 30. september 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson segir Seðlabankann vera að draga úr kjafti sínum vígtennur í baráttunni gegn verðbólgu með háskalegum vaxtahækkunum sem séu ekkert annað en stórfelldur flutningur fjármagns frá heimilum landsins til fjármálakerfisins. Hann segir Seðlabankann vera að ræna séreignarsparnaði heimilanna til að færa bönkunum.

Vilhjálmur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Vilhjálmur Birgisson 3
play-sharp-fill

Vilhjálmur Birgisson 3

Vilhjálmur segir það eðlilega kröfu verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum að krefjast þess að fengnir verði erlendir og óháðir sérfræðingar til að meta hvort það sé af völdum krónunnar sem verðbólga sé þrálátari hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hvort það sé af völdum krónunnar sem vextir hér séu miklu hærri en annars staðar og greiðslubyrði af húsnæðislánum óbærileg.

Mér finnst við skulda okkar launafólki  og okkar félagsmönnum það að þetta verði rannsakað og sannleikurinn verði bara leiddur í ljós; hvort það sé gjaldmiðillinn sem sé að valda þessum búsifjum sem okkar félagsmenn þurfa að þola með reglulegu millibili og með miklu meiri og alvarlegri hætti en gerist í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Vilhjálmur.

Ef við setjum þetta í samhengi þá er greiðslubyrði íslenskra lána svona 100-200 þúsund krónum hærri en í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við. Það hlýtur að kalla á að kröfur verkalýðshreyfingarinnar þurfa eðli málsins samkvæmt að standa undir þeirri greiðslubyrði.“

Vilhjálmur segir viðfangsefnið sem fram undan sé í kjarasamningum á komandi vetri vera gríðarlega erfitt og eitt af því sem þurfi að gerast sé að fá sannleikann í ljós varðandi gjaldmiðilinn. „Síðan erum við líka með þessa íslensku verðtryggingu. Núna eru 600 milljarðar – það er talað um að þetta sé snjóhengja og það er vissulega alveg hárrétt. Þessir 600 milljarðar munu losna núna á árinu 2024, á næsta ári, og síðan líka 2025. Þá hækkar greiðslubyrði þessara lána – ég reiknaði út lán fyrir eina konu og það var 165 prósent hækkun á greiðslubyrði.“

Núna eigi að smala öllu þessu fólki aftur inn í verðtryggðu lánin. „Það er alveg ótrúlegt að heyra Seðlabankann hvetja fólk til að fara í sínar fjármálastofnanir og færa sig bara yfir í verðtrygginguna aftur. Með því er Seðlabankinn í raun og veru að segja: Viljið þið gjöra svo vel að fara og breyta lánunum ykkar þannig að þið takið virkni peningastefnunnar úr sambandi!

Seðlabankinn verður sjálfur að svara því hvers vegna í ósköpunum hann er búinn að vera að hækka vexti á gömul lán. Rökin hjá þeim hafa verið að þetta sé til þess að draga úr einkaneyslu, draga eitthvað úr þenslunni, en núna þegar hann sér að hann er búinn að hækka vextina það mikið að fólk hefur ekki greiðslugetu eða greiðsluþol til að standa undir því þá ætlar hann að vísa því aftur yfir í verðtrygginguna þar sem greiðslubyrðin verður sambærileg, jafnvel lægri heldur en hún er í dag, en fólkið fær bara hækkun á höfuðstólinn hjá sér.

Alvarlegasti hluturinn, sem hefur gert mig hvað reiðastan, er sú staðreynd að þessar tugþúsundir heimila sem fóru yfir í óverðtryggð lán hafa verið að nota séreignarsparnaðinn sinn á undanförnum árum til að lækka hjá sér höfuðstólinn. Hjón, sem nýta það úrræði að fullu, þá nemur það 700 þúsund krónum á ári, og á síðustu þremur árum nemur þessi niðurgreiðsla á höfuðstól 2,1 milljón. ef 35 milljón króna lán fer yfir í verðtryggt á næsta ári í þeim verðbólguhraða sem núna er tekur það átta mánuði fyrir verðbólguna að éta upp séreignarsparnaðinn sem fólk hefur verið að nota síðustu þrjú ár,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Hide picture