fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Þorgeir Hávarsson snýr aftur

Eyjan
Laugardaginn 30. september 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fóstbræðrasögu er frásögn af viðureign Þorgeirs Hávarssonar við Þorgils Másson bónda og höfðingja útaf hvalreka. Þeir fundust yfir hvalhræi og deildu um eignarrétt á kjöti og spiki af skepnunni. Eins og venjulega var engin leið að semja við Þorgeir svo að hann drap Þorgils. Þorgeir hirti þá allan hvalinn en fylgdarmenn Þorgils sneru grátandi til síns heima. Svipaða sögu af blóðugum deilum yfir hvalreka má finna í Grettissögu.

Deilur um hvalveiðar eru því ekki nýjar af nálinni. Afstaða fólks til stórhvala hefur þó breyst mikið í áranna rás. Sú flökkusaga hefur komist á kreik að hvalurinn hafi liðlega mannsvit og því sé glæpsamlegt að drepa hann. Sagan af Moby Dick fjallar einmitt um óvenju gáfaðan hvítan hval. Brjálaður einfættur öryrki eltist við þetta dýr þar til hann lét lífið en hvalurinn synti tignarlega á braut.

Hvalveiðar hafa því fengið illt orð á sig. Íslendingar halda þó áfram að veiða hval með einhverjum takmörkunum undir forystu Kristjáns Loftssonar hvalfangara. Kristján lætur ekki að stjórn og gengur á hólm við almenningsálitið og drepur hvali þótt hann stórtapi á þessum veiðum. Allir aðdáendur Fóstbræðrasögu fyllast stolti þegar þeir sjá Þorgeir Hávarsson afturgenginn í Kristjáni Loftssyni. Hollywood leikarar, Matvælastofnun og ungmennahópur í dramakasti í Reykjavíkurhöfn og Hvalfirði hreyfa ekki við honum. Hann gæti sagt eins og Þorgeir Hávarsson mælti við Þorgils: „Nú mun á það reyna hversu lengi þér getið haldið hvalnum fyrir oss,“ sem útleggst á nútímamáli: „Fariði í rassgat! Ég veiði allan þann hval sem mér sýnist!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
30.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
29.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
22.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!