fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Stétt með stétt

Svarthöfði
Föstudaginn 29. september 2023 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði horfir gjarnan löngunaraugum eftir glæsilegum rafbílum þar sem þeir bruna gljáfægðir og hljóðlausir eftir götum höfuðborgarinnar. Já, aldeilis væri nú munur að geta leyft sér að ferðast á milli staða á einni af þessum hljóðlausu drossíum.

Nýlega áttaði Svarthöfði sig hins vegar á því að honum er tæpast ætlaður slíkur munaður – ekki í bili hið minnsta. Um áramótin fellur nefnilega niður sú ívilnun sem yfirvöld hafa boðið brautryðjendum orkuskiptanna í samgöngum hér á landi. Hingað til hafa rafbílar verið undanþegnir virðisaukaskatti en um áramót tekur við full skattheimta.

Íslenska ríkið hefur gefið eftir meira en 25 milljarða til kaupenda rafbíla frá árinu 2020, eða nálega 18,5 milljónir á dag. Svarthöfði keyrir vart fram hjá nokkru húsi í Garðabænum og Seltjarnarnesi með frúna í sunnudagsbíltúr á gamla fjölskyldudísiltrukknum öðru vísi en að þar standi Tesla eða áþekkur eðalvagn í góðu sambandi við hraðhleðslustöð í innkeyrslunni.

Nú, þegar allir auð- og efnamenn á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að koma sér upp lúxusrafbíl í þágu umhverfisins og pöpullinn farinn að gera sér vonir um að geta máske skuldsett sig fyrir einum ódýrum frá Kína, skellir fjármálaráðherra í lás og segir hingað og ekki lengra. Um áramótin hækka rafbílar í verði um 24 prósent og Svarthöfði getur vart hugsað til enda þá hugsun hvernig Ásgeir Jónsson á eftir að bregðast við því.

Nú boðar fjármálaráðherra að auki stóraukna gjaldheimtu af rafbílum til að fá inn fyrir notkunin þeirra á vegakerfinu og vega upp á móti því að eldsneytisgjöldin af bílum, sem nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa, hríðfalla.

Samt er það einhvern veginn svo að þegar einar dyr lokast opnast gluggi, kannski lítill, en alltaf opnast nú ný glufa einhvers staðar. Um áramótin ætlar fjármálaráðherra að fella niður vörugjöld af rafsleðum. Svarthöfði áttar sig á því að hér er fjármálaráðherra að slá tvær flugur í einu höggi.

Um leið og hann lækkar verðið á helstu leikföngum íslenskra auðmanna, vélsleðanum – sem enginn sómakær auðmaður getur látið hjá líða að skipta umsvifalaust í rafsleða – allt fyrir umhverfið og allt það – réttir hann lítilmagnanum hjálparhönd. Frá áramótum geta allir – stétt með stétt – skellt sér á rafsleða og farið allra sinna ferða í vetrarríkinu fram til vors á vörugjaldalausum rafsleða.

Svona geta auðmenn komið sér undan gjaldheimtu fyrir notkun vegakerfisins á rafbílum, alla vega á veturna, og við hin öðlumst smá hlutdeild í orkuskiptunum.

Þegar snjóa leysir sækja auðmennirnir svo Tesluna inn í bílskúr og pöpullinn fer á tvo jafnfljóta eða jafnvel hjólar. Það ku vera gott fyrir heilsuna.

Svarthöfði sem var farinn að efast um hjartalag fjármálaráðherra hálf skammast sín fyrir það nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?