fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Að vera í góðu sambandi við sjálfan sig

Eyjan
Föstudaginn 29. september 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur Morgunblaðsins, sem eru jafnan einhverjir þótt margir hafi helst úr lestinni síðasta einn og hálfa áratuginn eða svo, ráku upp stór augu er þeir lásu Viðskiptamoggann nú í vikunni.

Flennistór vörukynning á freyðivínum frá Champagne héraði í Frakklandi blasti þar við undir yfirskriftinni, Hið ljúfa líf, ríkulega myndskreytt og áherslan á það sem blaðamaður kallar „gimstein“ í kynningunni.

Blaðamaðurinn er enginn annar en lífsnautnasérfræðingur Morgunblaðsins og Viðskiptamoggans, Stefán Einar Stefánsson, og greinin er merkt nafni hans og mbl-netfangi.

Raunar hafði hann viku fyrr fjallað um sama freyðivín og birt ljómandi góða og stóra mynd af flösku sem var vel merkt því. Í það skipti voru skrifin beint frá Champagne héraði og ekkert netfang.

Kampavínstegundin sem vekur slíka hrifningu hjá lífsnautnablaðamanninum ku nýlega vera farin að fást hér á landi, þótt ekki fáist hún í vínbúðum ÁTVR, sem hafa mesta markaðshlutdeild á þessum ört vaxandi samkeppnismarkaði.

Kampavínsfjelagið og co ehf. mun hafa hafið innflutning á ofangreindu kampavíni, sem selt er undir merkjum Philipponnat, fyrir tveimur árum. Eigandi Kampavínsfjelagsins og co ehf. er enginn annar en Stefán Einar Stefánsson, blaðamaðurinn vaski, sem átti vart orð til að lýsa gæðum þessa ágæta freyðivíns í kynningunni í Viðskiptamogganum, sem reyndar var hvorki merkt sem kynning né auglýsing.

Kampavínsfjelagið og co ehf. virðist ekki vera búið að skila ársreikningi fyrir 2022 og fær því væntanlega sekt frá Skattinum vegna þess að í síðasta lagi átti að skila ársreikningi til fyrirtækjaskrár í lok ágúst. Samkvæmt ársreikningi 2021 var rífandi gangur í rekstrinum það ár, allt á uppleið, og því ætti sektin ekki að vera vandamál.

Ekki kom fram í reikningnum fyrir 2021 hvort ókeypis kynningar í Viðskiptamogganum hafi verið færðar til tekna á því ári en án efa verður svo í ár því vart fer strangheiðarlegur viðskiptasiðfræðingurinn, lífsnautnasérfræðingurinn, blaðamaðurinn og freyðivínsinnflytjandinn Stefán Einar að snuða keisarann um það sem keisarans er.

Óneitanlega hlýtur það samt að vera góð búbót fyrir víninnflytjandann Stefán Einar að geta nýtt sér tengslin við blaðamanninn Stefán Einar og fengið birtar áfengiskynningar og -auglýsingar á besta stað í eina dagblaði landsins jafnvel þótt fáir lesi það. Og það þótt áfengisauglýsingar séu bannaðar. Án efa verður hver króna gefin upp og hlunnindaskattur greiddur með bros á vör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”