fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 24. september 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, segir sjóðinn síður en svo vera með allt litrófið þegar kemur að samspili milli binditíma fjármögnunar hans og útlána. Áhættufælni og íhaldssemi séu ráðandi, nokkuð sem ekki hafi verið hjá Íbúðalánasjóði og hafði alvarlegar afleiðingar. Óttar er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

M arkaðurinn - Óttar Guðjónsson - Við erum svakarlega leiðinleg með þetta.mp4
play-sharp-fill

M arkaðurinn - Óttar Guðjónsson - Við erum svakarlega leiðinleg með þetta.mp4

„Við erum alveg svakalega leiðinleg með þetta. Við endurlánum til sveitarfélaganna alveg nákvæmlega eins og við tökum að láni sjálf,“ segir Óttar.

Þess vegna sé ekki binditímaáhætta hjá Lánasjóði sveitarfélaga. „Menn sjá þá áhættu raungerast hjá Íbúðalánasjóði í sinni verstu mynd. En það er þetta sem gerir það að verkum að við getum rekið lánasjóðinn á hagkvæman en samt öruggan hátt. Við lánum bara eins og við tökum að láni og þetta streymir bara beint í gegn.“

Óttar segir sveitarfélögin ekki alltaf alveg sátt við þetta. „Þeim finnst þetta stundum leiðinlegt. Þeim finnst stundum leiðinlegt að geta ekki greitt upp lánin og tekið ný á lægri vöxtum.“

Í tilfelli Íbúðalánasjóðs fjármagnaði sjóðurinn sig til langs tíma með óuppgreiðanlegum lánum og lánaði út með uppgreiðsluheimild.

„Það eru alveg leiðir til þess að stýra þessari áhættu,“ segir Óttar. „Án þess að ég vilji fara of mikið út í það þá eru leiðir til að stýra þessari áhættu. Ég held að þær hafi bara ekki verið farnar. Það sem hefði þurft að gera þegar lánin eru greidd upp var að kaupa til baka eigin skuldabréf en það var ekki gert. Þú þarft að stýra útistandandi áhættunni með virkum hætti ef þú ætlar að gera þetta.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund
Hide picture