fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Segist taka ábyrgð á eigin mistökum – „Þýðir ekkert að bera fyrir mig veikindi og hlaupa upp á Vog“ 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 12:49

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, er þekktur fyrir að láta orð flakka sem vekja umræðu og athygli. 

Sama á við um færslu hans á Facebook fyrr í dag, þar sem hann fjallar um Vog meðferðarheimili SÁÁ.

„Ég er ekki fullkominn frekar en aðrir menn. Á það til að gera mistök og jafnvel upp á bak, eins og krakkarnir segja. Soffía lætur mig miskunnarlaust taka ábyrgð á öllum mistökum. Þýðir ekkert að bera fyrir mig veikindi og hlaupa upp á Vog í hvert sinn,“ segir Brynjar. 

Segir hann að slíkt yrði mjög íþyngjandi fyrir skattgreiðendur og segir hann að Soffía yrði mjög á móti því að Brynjar taki pláss frá fólki sem raunverulega þarf á því að halda. Vísar Brynjar jafnan til konu sinnar sem Soffíu frænku þegar hegðun hans ber á góma í eigin færslum.

„[Soffía] segir að ég geti bara farið á námskeið í hegðun, atferli og framkomu og greitt fyrir það sjálfur. Nóg er af slíkum námskeiðum í boði.“

Fyrr í dag skrifaði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar skoðunarpistil á Vísi, sem vakið hefur mikla athygli í dag, en miðlar landsins hafa gert frétt um pistil hans. Þar segir Sigmar frá því að hann hafi leitað sér aðstoðar á Vogi í sumar. Segir Sigmar að neyðarástand ríki í málaflokki fíknisjúkdóma og stefni í að 80 einstaklingar undir fimmtugsaldri muni láta lífið hér á landi í ár meðan þeir bíða á biðlistanum eftir innlögn. Segir Sigmar tímabært að stjórnvöld vakni af dvala sínum, meðferðarstofnanirnar megi ekki loka alfarið né yfir sumartímann vegna fjárskorts.

„Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfrí og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það,“ segir Sigmar.

Sjá einnig: Sigmar þurfti að leita sér aðstoðar á Vogi í sumar – Sjúkdómur sem á tíu árum dregur heilan Grundarfjarðarbæ til dauða

Hvort færsla Brynjars er fast skot á pistil Sigmars skal ósagt látið, en tímasetningin er allavega sérstök. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota