fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg býður út skuldabréf með sömu skilmálum og var ekki gengið að í ágúst

Eyjan
Mánudaginn 18. september 2023 13:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg til Kauphallar Íslands sem birt var fyrr í morgun kemur fram að borgin hafi ákveðið, í samræmi við útgáfuáætlun 2023, að efna til útboðs á skuldabréfaflokkunum RVK 32 1 og RVKN 35 1 miðvikudaginn 20. september næstkomandi. Í skuldabréfaútboði borgarinnar í síðasta mánuði var RVKN 35 1 annar af þeim skuldabréfaflokkum sem boðinn var út en öllum tilboðum í útboðinu var hafnað. Í útboðinu næstkomandi miðvikudag verður hins vegar RVKN 35 1 boðinn út að nýju með sömu skilmálum og í útboðinu í ágúst en þeir aðilar sem buðu í skuldabréfaflokkinn vildu fá hærri ávöxtun en þá vexti sem RVKN 35 1 bar.

Samkvæmt tilkynningunni sem birt var í morgun er heimild borgarinnar til lántöku á árinu 2023 21 milljarðar króna. Heildarfjármögnun ársins, fyrir þetta útboð, nemi 16,3 milljörðum króna að meðtöldum 6 milljarða króna ádrætti á langtímalán hjá Íslandsbanka.

Í tilkynningunni segir að skuldabréfaflokkurinn RVK 32 1 sé verðtryggður skuldabréfaflokkur sem beri fasta 2,5 prósent verðtryggða vexti og greiði jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 21. október 2032. Heildarstærð RVK 32 1 fyrir þetta útboð nemi alls 30,9 milljörðum króna að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar, 960 milljónum króna.

Í tilkynningunni frá því í morgun segir um skuldabréfaflokkinn RVKN 35 1 að hann beri fasta 6,72 prósent óverðtryggða vexti og greiði jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 26. mars 2035. Heildarstærð RVKN 35 1 fyrir þetta útboð nemi alls 21,5 milljörðum króna að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar, 960 milljónum króna.

Skilmálar borgarinnar vegna RVKN 35 1 eru óbreyttir frá því í síðasta skuldabréfaboði borgarinnar sem fram fór 16. ágúst síðastliðinn. Í tilkynningu vegna þess útboðs kom fram að RVKN 35 1 bar fasta 6,72 prósent óverðtryggða vexti og greiddi jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 26. mars 2035. Heildarstærð RVKN 35 1 fyrir það útboð nam alls 21,5 milljörðum króna að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 960 milljónum króna.

Vildu um fjórðungi hærri vexti

Skuldabréfaflokkurinn RVKN 35 1 verður þar með boðinn út þann 20. september með nákvæmlega sömu skilmálum og í skuldabréfaútboðinu 16. ágúst.

Daginn eftir það útboð, þann 17. ágúst síðastliðinn, sendi Reykjavíkurborg Kauphöllinni tilkynningu um niðurstöðu útboðsins. Þar kom fram að heildartilboð í RVKN 35 1 voru samtals 1, 05 milljarður króna að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 8,49 prósent – 8,63 prósent. Ákveðið var að hafna öllum tilboðum.

Aðilar sem buðu í RVKN 35 1 vildu því fá í minnsta lagi 26, 3 prósent hærri vexti en boðnir voru. Það ætti væntanlega að skýrast daginn eftir útboðið sem fyrirhugað er á miðvikudaginn næsta hvort að fjárfestar taka betur í boð Reykjavíkurborgar en þeir gerðu í útboðinu í ágúst.

Samkvæmt tilkynningu borgarinnar fer útboðið á miðvikudaginn fram með sama hætti og útboðið í ágúst. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum