Í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun er meðal annars kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra verði veitt heimild til að selja fjölda fasteigna í eigu íslenska ríkisins og einnig að honum verði veitt heimild til að festa kaup á fasteignum fyrir ýmsar ríkisstofnanir.
Meðal fasteigna sem frumvarpið veitir heimild til að selja eru eftirfarandi:
Rauðarárstíg 10 og Laugaveg 114–116 í Reykjavík.
Laugaveg 162–166 í Reykjavík, þar sem Þjóðskjalasafn Íslands er til húsa. og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
Hverfisgötu 113–115 í Reykjavík, höfuðstöðvar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og kaupa eða leigja hentugra húsnæði fyrir embættið og ríkislögreglustjóra.
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 í Reykjavík.
Skólavörðustíg 37 í Reykjavík.
Skógarhlíð 6 í Reykjavík en þar er í dag leikskóli.
Ármúla 1a í Reykjavík, en þar er í dag innkaupasvið Landsspítalans til húsa, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
Fasteignir í eigu ríkisins við Stakkahlíð í Reykjavík en þar var síðast menntavísindasvið Háskóla Íslands til húsa og áður Kennaraháskóli Íslands.
Austurstræti 19 í Reykjavík, húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur, og Vesturvör 2 í Kópavogi, húsnæði Landsréttar, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir þessa dómstóla.
Að selja eða leigja fasteignir í eigu ríkisins á Vífilsstöðum í Garðabæ sem nýtast ekki undir starfsemi á vegum ríkisins.
Hafnarstræti 99–101 á Akureyri.
Íbúðarhús á leigulóð á jörðinni Langekru í Rangárþingi ytra.
Selja eða ráðstafa með öðrum hætti fasteignum á Raufarhafnarflugvelli og flugstöð á Þingeyri.
Að selja hlut ríkisins í skrifstofuhúsi fyrrum sementsverksmiðju að Mánabraut á Akranesi.
Miðstræti 19 í Bolungarvík.
Að heimila ÁTVR að selja Austurstræti 10a í Reykjavík, Miðvang 2–4 á Egilsstöðum og Selás 19 á Egilsstöðum.
Það skal tekið fram að þetta er aðeins hluti af þeim fasteignum í eigu ríkisins sem fjármálaráðherra verður veitt heimild verði þessi ákvæði fjárlgafrumvarpsins samþykkt óbreytt á Alþingi.