fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir Áslaugu Örnu vera óþarfan ráðherra sem flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins hafi troðið í embætti

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera óþarfan ráðherra í vinstri stjórn, sem búið hafi verið til nýtt ráðuneyti fyrir með ærnum tilkostnaði. Hann veltir fyrir sér hvort hún hyggi á frama í borgarmálunum þegar ráðherraferlinum lýkur.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut gerir Ólafur aðsenda grein Áslaugar Örnu um borgarmálin, sem birtist í Morgunblaðinu í dag að umfjöllunarefni. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa látið það eftir áhrifamiklum flokkseigendum í Sjálfstæðisflokknum að ýta undir hana í stjórnmálum þó að ekki hafi hún, að mati Ólafs, enn sem komið er sýnt neina burði sem kalli á mikinn frama í stjórnmálum.

Undrast Ólafur tal Áslaugar Örnu um „vinstri stjórn“ Reykjavíkurborgar þegar hún situr sjálf í vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Telur Ólafur að Sjálfstæðisfólk sem líti á „vinstri stjórn“ sem skammaryrði þurfa að líta í eigin barm, ekki síst það sem nú nýtur forystu og leiðsagnar Katrínar.

Ólafur furðar sig á því að Áslaug Arna gagnrýni meirihlutann í borginni fyrir slæman fjárhag hennar og bendir henni á að spyrja fjármálaráðherra um stöðuna í ríkisfjármálunum.

Segir hann hana eiga að vita að fjárhagur í opinberum rekstri sé þungur um þessar mundir og einu gildi hverjir haldi um stjórnvölinn í daglegum rekstri, hvort það sé Bjarni Benediktsson með þúsund milljarða hallarekstur ríkisins, Dagur B., Ásdís í Kópavogi eða Þór Sigurgeirsson í dvergsamfélaginu á Seltjarnarnesi sem Sjálfstæðismenn hafa rekið í mínus í sjö ár.

Ólafur rifjar upp að síðan 1994 hafa Sjálfstæðismenn varla komið að meirihlutasamstarfi í Reykjavíkurborg en þrátt fyrir það lækki fylgi flokksns frá einum kosningum til hinna næstu

„En hvers vegna birtir óþarfi ráðherrann þessa innantómu grein í sínu nafni í Morgunblaðinu? Það skyldi þó aldrei vera að hún máti sig í að leiða lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum, þegar hún verður dottin út úr ríkisstjórn? Þá gæti hún bætt sér í röð mislukkaðra lukkuriddara flokksins í því hlutverki, allt frá Birni Bjarnasyni, Hönnu Birnu, Halldóri Halldórssyni, Eyþóri Arnalds og Hildi Björnsdóttur. Ekki slæmur félagsskapur!“ skrifar Ólafur.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð