fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Segist hafa látið af störfum ári áður en brotin sem Ragnar Þór sakar hann um hófust – Segir formanninn ekki láta eitt „mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð“

Eyjan
Fimmtudaginn 7. september 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf., segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gerst „sekur um valdhroka og ofbeldi“ með skrifum sínum í gær. Björgvin Þór starfaði sem framkvæmdastjóri Samskipa á árunum áður en verkalýðsleiðtoginn benti á Björgvin Þór sem einn  af helstu gerendum í samráðsbrotum fyrirtækisins sem Samkeppniseftirlitið refsaði fyrir með 4,2 milljarða sekt á dögunum.

Sjá einnig: Kallar eftir því að tveir af höfuðpaurum samráðsmálsins víki til hliðar úr stjórnarformannsembættum tveggja lífeyrissjóða

Krafðist Ragnar Þór þess að Björgvin Þór viki sæti sem stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildi enda væri honum ekki stætt í embætti vegna aðkomu sinni að brotunum.

Björgvin Þór greip til varna með aðsendri grein á Vísi í morgun og sagði að skrif Ragnars Þórs væru hrein og klár ósannindi og að greinilegt væri að „sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta.“

Hætti ári áður en brotin hófust

Benti Björgvin Þór á að hann hafi látið af störfum sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa í byrjun árs 2007 en samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins áttu brot Samskipa sér stað á árunum 2008 til 2013.

„Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE  [Samkeppniseftirlitið] hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE,“ skrifar Björgvin Þór og segir að ekki standi steinn yfir steini í gagnrýni Ragnars Þórs.

„Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð,“ skrifar framkvæmdastjórinn.

Segir Ragnar Þór fara illa með völd sín

Bendir hann á að Ragnari Þór sé tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitji í stjórnum lífeyrissjóða. Að mati Björgvin Þórs hafi Ragnar Þór þó meiri völd en flestir til að hafa áhrif á mótun samfélagsins í krafti enmbætti síns og að í þessu tiltekna máli hafi hann farið illa með þau völd.

„Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars,“ skrifar Björgvin Þór.

Lesa má grein hans í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni