fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Sleppa að veiða

Svarthöfði
Miðvikudaginn 6. september 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki örgrannt um að umræða um framhald hvalveiða hefur gnæft yfir önnur mál í þjóðfélagsumræðu undanfarið.

Það er svo sem varla nema von. Hvalket og spik er eftirsótt víða um heim og slegist um hvern bita ef marka má harðfylgið sem fyrirsvarsmaður Hvals hefur uppi fyrir veiðunum. Á sveif með honum hefur svo heill stjórnmálaflokkur snúist og mætti halda að þjóðarhagur sé að veði. Þegar grannt er skoðað er líklegra að fjárhagur þess flokks sé einn að veði.

Reyndar þykir Svarthöfða fullyrðingar um mikilvægi hvalveiða stingi í stúf við þá staðreynd að afkoman af þessari starfsemi er ekki upp á marga fiska og kjet og spik standa í stæðum í frystihúsi í Hafnarfirði því fáir finnast sem vilja leggja sér þetta til munns, jafnvel þó í fjarlægum löndum séu.

Þeir sem hafa haldið uppi sjónarmiðum verndunar og eru áhugamenn um viðgang hvalastofnsins hafa átt við ramman reip að draga. Hafa þurft að svelta sig heilu hungri og hanga upp í skipsmöstrum næturlangt.

Svarthöfði sér ekki betur en kröfugerð þeirra gangi of langt og læra megi af öðrum flokki verndunarsinna sem berjast fyrir verndun annars stofns lífvera. Nefnilega laxinum.

Þeir settu fram sínar kröfur með hóflegri hætti og hafa náð mun meiri árangri. Enda helsta baráttumál þeirra náð fram að ganga við að heita má allar laxveiðar.

Já, væri ekki upplagt að taka þá sér til fyrirmyndar í þessu atriði og innleiða „veiða og sleppa“ aðferðina. Þá geta hvalveiðimenn haft sér eitthvað til dundurs og hvalir haldið áfram að synda um höfin sjö.

Reyndar hafa einhverjir í hópi laxveiðimanna stigið sjálfir skrefið til fulls. Í stað þess að „veiða og sleppa“ hafa þeir tekið upp aðferðina „sleppa að veiða“. Það hlýtur að teljast fullnaðarsigur laxverndarmanna – fyrirhafnarlaust.

Takist þetta vel má svo yfirfæra þessa aðferð á fjölda annarra stofna sem menn hafa áhyggjur af. Í því sambandi má nefna hreindýr, rjúpu og lunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?