fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Kristrún styrkir stöðu sína og gerir sig klára í slaginn

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. september 2023 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin undirbýr sig nú fyrir kosningar, sem gætu orðið fyrr en seinna, og Kristrún Frostadóttir, hinn nýi og skeleggi formaður flokksins treystir stöðu sína. Birtist það meðal annars í því að Helga Vala Helgadóttir hættir þingmennsku og hverfur úr stjórnmálum.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að hávær orðrómur hafi verið um að Kristrún hafi ákveðið að losa sig við þrjá af núverandi þingmönnum flokksins. Helga Vala sé einn þeirra, annar sé Oddný Harðardóttir, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, sem muni láta af þingmennsku eftir þetta kjörtímabil. Þá hafi Kristrún og helstu áhrifamenn ákveðið að Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, fyrrum ráðherra, þingmaður og sendiherra, muni leiða listann í Kraganum þar sem fyrir er á fleti Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Ólafur gefur sér þó ekki að Þórunn hverfi endilega af þingi, enda megi Samfylkingin vænta þess að fá fjóra, jafnvel fimm, þingmenn í Kraganum miðað við skoðanakannanir síðustu 10 mánaða. Hugsanlegt sé að Þórunn og Guðmundur Árni myndi gott teymi í forystu Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Ólafur segir Loga Einarsson og Jóhann Pál Jóhannsson njóta trúnaðar Kristrúnar og eiga vísan ráðherrastól í ríkisstjórn sem Samfylkingin eigi aðild að.

Samfylkingin þarf að mati Ólafs að vanda sig við að finna fjölda nýrra þingmannsefna. Segist hann hafa heimildir fyrir því að það verk sé í fullum gangi og vel á veg komið. Flokkurinn ætli að vera tilbúinn í slaginn hvenær sem hann kemur.

Segir Ólafur nokkra vel metna og þekkta borgara vera í startholunum, án þess að nefna nöfn.

Hann nefnir þó þær hugmyndir að krafa verði gerð um að heilbrigðisráðherrann í næstu ríkisstjórn komi úr röðum Samfylkingarinnar. Verði það ekki Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, hafi nafn Ölmu Möller landlæknis verið nefnt. Alma er systir Kristjáns Möllers, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, þau séu mjög nánir félagar og standi þétt saman pólitískt. Alma er þjóðhetja eftir tveggja ára forystu í baráttu þjóðarinnar við veiruvandann.

Samfylkingin gæti þannig teflt fram heilbrigðisráðherra með læknismenntun í fyrsta skipti í Íslandssögunni.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?