fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Dómurinn yfir bankakerfinu

Eyjan
Laugardaginn 2. september 2023 14:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þungur og eflaust ævilangur dómur yfir íslensku bankakerfi að það kosti landsmenn meira að nota greiðslukort í útlöndum en að vera með seðla í veskinu upp á gamla mátann.

Þetta er svo galin staðreynd að vert er að endurtaka hana.

Svo dýru verði er hver og ein kortafærsla greidd að það borgar sig fyrir landann að vera með seðlabúnt í handraðanum á leið úr landi.

Það er varla að maður vilji trúa þessu.

En svona er þetta samt.

Íslenskt bankakerfi getur ekki keppt við gamaldags pappírspeninga.

Og þetta er gömul saga og ný. Og orsökina má vitaskuld rekja til þess að á Íslandi er notast við gjaldmiðil sem er ekki gerður fyrir lántakendur. Hann er aðeins ætlaður innistæðueigendum.

Önnur ástæða er vitaskuld sú að engir erlendir bankar hafa áhuga á því að taka þátt í krónuhagkerfinu og koma því ekki hingað til lands að etja kappi við fjármálafyrirtækin sem fyrir eru í landinu.

Þriðja ástæðan er svo álíka séríslensk og krónan. Afkoman er alltaf mæld í gróða fremur en ánægju viðskiptavina. Hagnaðurinn er öllu öðru yfirsterkari.

Þess vegna þarf almenningur á Íslandi að sætta sig við það alla sína hunds- og kattartíð – og þar er kominn lífstíðardómurinn – að eyða langtum stærri summu af ævitekjum sína í bankana en gengur og gerist í samkeppnislöndum.

Og þetta eru svo rosalegar tölur að það er með algerum ólíkindum að alþýða manna sé ekki fyrir langa löngu komin með potta sína og pönnur út á götur og torg til að berja framan við bankana í landinu. Kostnaðurinn af efnahagshruninu á sínum tíma er lítill miðað við uppsafnað stórtap heimilanna af viðskiptunum við íslenskt bankakerfi.

Það skýtur því skökku við, svo ekki sé meira sagt, að almenningur hangi heima á meðan hann er árum saman rændur og ruplaður af þessum fjármálakontórum sem svífast einskis til að smyrja ofan á gjöld sín og álögur.

„… það eru 118 prósentum hærri vextir á bílalánum á Íslandi en í Danmörku.“

Hvergi í Evrópu er vaxtamunur meiri en á Íslandi, altso misræmið á því hvað lántakandinn þarf að greiða í vexti og það sem innistæðieigandinn ber úr býtum.

Nýlegt dæmi sýnir hvernig bankarnir á Íslandi böðlast um samfélagið. Það eru 42 prósenta hærri yfirdráttarvextir á Íslandi en í Danmörku. Það eru 68 prósenta hærri vextir á húsnæðislánum á Íslandi en í Danmörku. Og það eru 118 prósenta hærri vextir á bílalánum á Íslandi en í Danmörku.

Og samt nota Danir krónur.

Að vísu tengda við evruna svo nemur ströngum vikmörkum.

Þetta er Íslandssagan í hnotskurn. Það er varla eða ekki hægt að fjármagna sig á Íslandi í krónum talið. Eina leiðin til að komast af á Fróni er að vera stórfyrirtæki svo hægt sé að gera upp bókhaldið í dollurum eða evrum.

En akkúrat svona er komið fyrir Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas

Óttar Guðmundsson skrifar: Fru Tomas
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga

Björn Jón skrifar: Draga þarf úr umsvifum sveitarfélaga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
EyjanFastir pennar
01.03.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
01.03.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur