fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýmæli og fádæmi

Eyjan
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku færði íslensku krónuna fjær krónum og evru annarra Norðurlanda og nær rússneskri rúblu. Ef til vill er það mest brennandi umhugsunarefnið. En fáum hefur þó orðið tíðrætt um það.

Eigi að síður urðu athyglisverð vatnaskil í viðbrögðum stjórnvalda og verkalýðshreyfingar.

Forseti ASÍ setti málið í víðara efnahagslegt samhengi en áður með ábyrgum hætti. Það er nýmæli.

Síðan birti Morgunblaðið forsíðuviðtal við fjármálaráðherra með fyrirsögninni: Bankinn misst trúverðugleika. Það er fádæmi.

Engin alvara

Í gegnum tíðina hafa ráðherrar stöku sinnum gagnrýnt Seðlabankann fyrir vaxtahækkanir.

Á hinn bóginn minnist ég þess ekki að fjármálaráðherra hafi áður dregið trúverðugleika Seðlabankans í efa. Í ríki með ábyrga efnahagsstjórn myndi yfirlýsing af þessu tagi hafa miklar afleiðingar.

Einn kostur er að fylgja henni eftir með breytingu á lögum eða samningi ríkisstjórnar við bankann. Annar kostur er að ríkisstjórnin reki bankastjórann. Þriðji kosturinn er að bankastjórinn taki vantraustið alvarlega og hætti að eigin frumkvæði.

Ekkert af þessu eru á döfinni af því að enginn tók ummælin alvarlega. Vantraustsyfirlýsingin endurspeglar því fyrst og fremst það alvöruleysi, sem grefur um sig þegar ríkisstjórnir eru komnar á málefnalega endastöð.

Þyngsta gagnrýnin

Seðlabankastjóri hefur stundum farið út fyrir verksvið sitt í yfirlýsingum. En í þessu samhengi hefur hann fremur hlíft ríkisstjórninni við gagnrýni en lagt þyngri lóðin á verkalýðsforystuna. Þveröfugt við það sem fjármálaráðherra heldur fram.

Mesta ádeilan á ríkisfjármálin hefur komið frá atvinnulífinu og innan úr flokki fjármálaráðherra. Viðskiptaráð hefur notað stærstu orðin með því að staðhæfa ítrekað að ríkissjóður kyndi undir verðbólgubálinu.

Í stjórnarandstöðu hafa Viðreisn og Miðflokkur einkum gagnrýnt skort á aðhaldi.

Beittur Leikdómur

Fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins lýsir blaðamannafundi fjármálaráðherra um ríkisfjármálin þannig:

„Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að þenslan hefði snarbætt afkomu ríkissjóðs. Alveg um 200 milljarða króna, sem munar um í fjárlögum.

Í sama mund sendi fjármálaráðherra Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra tóninn fyrir að hafa ekki náð að tjónka við verðbólguna.

Af því tilefni tilkynnti Bjarni stórfelldar hagræðingaraðgerðir ríkisins, sem gætu dregið úr ríkisútgjöldum um allt að 17 milljarða króna, sem er rúmt 1% ríkisútgjalda. Ekki er ljóst hvort ný „þjóðarópera“ eða „þjóðarhöll“ er þar inni, en gamansemi ráðherra er við brugðið.“

Pólitískir leikdómar verða varla beittari.

Ný nálgun ASÍ

Laun ráðast í frjálsum samningum á markaði. Í þenslu hækka þau gjarnan umfram framleiðniaukningu og ýta þannig undir víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags.

Við slíkar aðstæður á það jafnt við um forystu verkalýðsfélaga og eigendur fyrirtækja að skortur á framboði vinnandi handa ræður meir um niðurstöðu samninga þeirra en hagfræðilegt mat á verðmætasköpun í samfélaginu.

Skammtíma ávinningur beggja hefur því of oft orðið framtíðar tap beggja.

Í þessu ljósi er ný nálgun forseta Alþýðusambandsins mjög athyglisverð. Hann segir réttilega að stöðva þurfi þensluna til þess að skapa jafnvægis grundvöll fyrir kjarasamninga. Hann bendir á ferðaþjónustuna. Þenslan er ekki einskorðuð við hana en mest þar.

Þurfum við að toppa Rússlands?

Ríkisstjórnin staðhæfir að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hækki gengi krónunnar og lækki þar með verð á innflutningi og verðbólgu. Þess vegna vill hún ekki stöðva þessa þenslu.

Rétt er að velta ferðaþjónustunnar hefur aukist verulega og þar með hagvöxtur. En kjarni málsins er sá að framleiðni greinarinnar í heild hefur ekki aukist og hagvöxtur á mann hefur ekki aukist.

Gengishækkun krónunnar, sem ekki á rætur í framleiðniaukningu og auknum hagvexti á mann, er ekki sjálfbær til lengdar, hvorki í tekjuöflun heimila né ríkissjóðs. Afstaða ríkisstjórnarinnar er því skammtíma hugsun. Einhvern tímann hefði það bara verið kallað að pissa í skóinn sinn.

Verði ríkisfjármálunum ekki beitt til að slá á þenslu á þessu sviði gætum við þurft að jafna eða jafnvel toppa Rússland í vaxtahækkunum.

Þetta sér forseti Alþýðusambandsins. Ríkisstjórnin veit en lokar augunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
01.12.2024

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
23.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar