fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnarflokkarnir græða 200 milljónir á því að þrauka saman út kjörtímabilið

Eyjan
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er það vinsæll samkvæmisleikur að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin muni lifa haustið eða veturinn af, eða jafnvel ú kjörtímabilið. Sýnt þykir að andrúmsloftið við ríkisstjórnarborðið er orðið all súrt og lítið þol hjá þingmönnum stjórnarflokkanna gagnvart hver öðrum. Aðallega virðist tortryggnin og andúðin ríkja milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

Flestir eru þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að stjórnarsamstarfið sé komið í málefnalegt þrot, og það jafnvel fyrir löngu, muni stjórnarsamstarfið skrölta áfram, svo sterkt sé límið í ráðherrastólunum.

Ekki má heldur gleyma því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa mikinn fjárhagslegan hvata til að halda samstarfi sínu áfram út kjörtímabilið, sem nú er um það bil hálfnað. Í ár deila stjórnmálaflokkarnir, sem buðu fram í síðustu þingkosningum og fengu meira en 2,5 prósent atkvæða, 692 milljónum króna úr ríkissjóði á milli sín. Skipting fjárins er reiknuð eftir ákveðnum reglum út frá niðurstöðum kosninganna 2021.

Skoðanakannanir allt síðasta ár sýna að ef nú væri kosið á ný til Alþingis eru allar líkur á því að allir þrír stjórnarflokkarnir tapi verulegu fylgi.

Samkvæmt lauslegum útreikningum Eyjunnar myndi ríkisstyrkurinn til Sjálfstæðisflokksins lækka um ríflega 30 milljónir á ári yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 22,9 prósent í síðustu kosningum en fengi 17,6 prósent. Ríkisstyrkurinn myndi lækka um ríflega 30 milljónir á ári og því græðir Sjálfstæðisflokkurinn meira en 60 milljónir á því að þrauka ósáttur í ríkisstjórn út kjörtímabilið.

VG, sem fengu 12,6 prósent í síðustu kosningum, fengju 6,4 prósent nú og myndu tapa enn meiru en Sjálfstæðisflokkurinn, eða meira en 36 milljónum á ári. Þannig græða VG þrjár milljónir á mánuði og samtals meira en 72 milljónir út kjörtímabilið með því að láta sér að góðu verða að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Mestir eru þó hagsmunirnir hjá Framsókn, sem hlaut 16,7 prósent í kosningunum en mælist nú með 9,2 prósent. Þeirra ríkisstyrkur myndi lækka um 44 milljónir á ári og því hagnast Framsókn um næstum 90 milljónir á því að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið og ekki verði kosið nú í haust.

Samtals eru meira en 220 milljónir í húfi fyrir ríkisstjórnarflokkana þrjá að ekki verði kosið nú heldur beðið með það þar til í september 2025. Ekki skyldi vanmeta þennan myndarlega fjárhagslega hvata til að þrauka út kjörtímabilið. Ástandið á stjórnarheimilinu nú minnir því á hjón sem eru skilin að skiptum en ákveða af fjárhagslegum ástæðum að búa áfram undir sama þaki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á