fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Eyjan

Hvalveiðar hefjast á morgun með hertum skilyrðum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 11:57

Svandís Svavarsdóttir heimilar hvalveiðar að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag setja nýja reglugerð sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Hvalveiðivertíðin hefst á morgun og verður eftirlit hert, auk þess sem hertar reglur varða í gildi varðanda veiðarnar.

Um hádegisbil sendu Píratar frá sér tilkynningu um að þeir muni leggja fram frumvarp um bann við hvalveiðum um leið og þing kemur saman að nýju, en þingið kemur saman 12. september næstkomandi.

Í tilkynningunni segir að ótækt sé að hvalveiðar fari eftir geðþóttaákvörðun einstakra ráðherra eða stefnulausrar ríkisstjórnar. Aðkoma þingsins sé nauðsynleg í þessu mikilvæga máli.

Píratar kalla eftir því að málið fái vandaða þinglega meðferð og að þingið taki afstöðu með umhverfinu, loftslaginu, dýravelferð og framtíðinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi

Logi Einarsson: Stafræna byltingin og gervigreind skapa stórkostleg tækifæri til verðmætasköpunar á Íslandi