fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

„Það eina sem ég tel að geti komið í veg fyrir þetta er að Svandís segi af sér áður en til vantrausts kemur“

Eyjan
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 08:48

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að afsögn Svandísar Svavarsdóttur, mat­vælaráðherra, sé það eina sem geti komið í veg fyrir að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi, sú tillaga verði mögulega samþykkt og stjórnarsamstarfið springi í loft upp.

Þetta kemur fram í færslu Elliða á Facebook-síðu sinni þar sem hann leggur fram spá sína fyrir hinn komandi pólitíska vetur.

Morgunblaðið fjallaði um það í morgun að í ályktun flokkráðs Sjálfstæðisflokksins, sem fundaði um helgina, er fullyrt að Svandís hafi brotið lög með því að blása hvalveiðar af í sumar með litlum fyrirvara. Elliði lét til sín taka á fundinum en í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi uppskorið lófaklapp með því að spyrja Óla Björn Kárason, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um hvort að þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef slíkt tillaga kæmi fram. Óli Björn á að hafa vikið sér undan spurningunni með diplómatískum hætti og sagst vilja geta horft í spegil daginn eftir úrvinnslu málsins.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins birti Elliði áðurnefnda spá á Facebook-vegg sínum segir hann tvær atburðarásir mögulegar. Annars vegar að ríkisstjórnin springi eða þá að þingflokkur Sjálfstæðismanna valdi hinum almenna flokksmanni gremju með því að verja Svandísi. Fylgi flokksins má muna sinn fífil fegurri og því ljóst að það mun reynast forystu flokksins þungbært að reita kjósendur sína til reiði.

Spáin hljóðar svo í frásögn bæjarstjórans

1. Umboðsmaður Alþingis kemst að því sem allir vita; ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að banna hvalveiðar var ólögleg.
2. Sigmundur Davíð (eða einhver annar) flytur vantrausttillögu á Svandísi.
3. VG minnir á að þeir hafi varið Jón Gunnarsson vantrausti en XD bendir á að þar hafi ekki verið um lögbrot að ræða.
4. a. Vantraust verður samþykkt og ríkisstjórnin springur.
b. XD ver Svandísi vantrausti við mikla þykkju flokksamanna.Það eina sem ég tel að geti komið í veg fyrir þetta er að Svandís segi af sér áður en til vantrausts kemur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?