fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni boðar hagræðingu í ríkisrekstri – Uppsagnir ekki útilokaðar

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 13:26

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu helstu áherslur sem framundan eru í rekstri ríkisins eins og þau munu birtast í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024, sem lagt verður fram í næsta mánuði, og á komandi árum. Alls verður farið í 17 milljarða króna hagræðingu á næsta ári, sem ríkisstjórnin hefur komið sér saman um, í ríkisrekstrinum og þar af munu 5 milljarðar felast í lækkun launakostnaðar. Stefnan verður að taka þá lækkun út í gegnum starfsmannaveltu og „ráðstafanir“ sem væntanlega felur í sér að fara þurfi í uppsagnir hjá ríkinu.

Ráðherrann hóf kynningu sína á því að fara almennt yfir stöðu ríkisins eins og hún hefur þróast eftir Covid-19 faraldurinn. Hann minnir á að ríkisstjórnin hafi ákveðið að flýta áætlunum um hallalaus fjárlög til að sporna við verðbólgu.

Hann segir samdrátt hafa verið meiri hér á landi í faraldrinum, einna helst vegna mikils samdráttar í ferðaþjónustu, en helstu samanburðarlöndum en hinn efnahagslegi viðsnúningur sé hins vegar hraðari. Staða ríkissjóðs sé mun betri en vænst hafi verið í byrjun þessa árs. Hér á landi sé enda meiri hagvöxtur en víðast hvar annars staðar og lítið atvinnuleysi. Ráðherrann sagði að fjármálaráðuneytið hafi átt von á hægari efnahagsbata. Það sem af er á þessu ári sé rekstur ríkissjóðs í 100 milljarða króna betri stöðu en áætlanir í upphafi ársins gerðu ráð fyrir.

Ráðherrann segir einnig útlit fyrir að skuldastaða ríkisins muni batna fyrr en von var á og það markmið að skuldir ríkisins nemi 30 prósent af vergri landsframleiðslu náist þess vegna fyrr.

Aukin útgjöld kalla á aðhald annars staðar og auknar tekjur

Bjarni segir að undanfarin ár hafi útgjöld til ýmissa þjóðþrifamála farið vaxandi. Hann nefnir sérstaklega sem dæmi nýjan Landsspítala en 25 milljarðar króna verði settir í hann á næsta ári eins og á yfirstandandi ári. Útgjöld til meðal annars, löggæslu, vísindarannsókna, hjúkrunaheimila, Sjúkratrygginga, stuðnings við uppbyggingu íbúða, aukinnar uppbyggingar í samgöngukerfinu og vegna hælisleitanda hafi farið vaxandi. Bjarni nefndi ekki að gerðar yrðu sérstakar hagræðingarkröfur í þessum málaflokkum og raunar sagði að hann staðinn yrði vörður um þessa málaflokka en hvort það á við um útgjöld vegna hælisleitenda er óljóst en ráðherrann hefur áður látið þau orð falla að útgjöld ríkisins til þess málaflokks séu orðin of mikil.

Fjármálaráðherra bætti því við að nýtt barnabótakerfi sem tekið verði upp, með hækkun bóta og fjölgun foreldra sem fá þær, kalli á aukin útgjöld.

Í ljósi aukinni útgjalda í þessum og fleiri málaflokkum yrði annað undan að láta sem kallaði á aukna hagræðingu en einnig væri aukin tekjuöflun nauðsynleg. Bjarni boðar eins prósentustigs hækkun á tekjuskatti lögaðila, að tekin verði upp gjaldtaka á rafmagns- og tengiltvinnbíla, nýtt gjald á skemmtiferðaskip og ný gjöld sem lögð verða á fiskeldi.

Einnig verður farið í 17 milljarða króna hagræðingu í rekstri ríksins á komandi ári. Launakostnaður verður skorinn niður um fimm milljarða króna í fyrsta lagi á grunni starfsmannaveltu sem væntanlega felst í að einhverjum tilfellum verði ekki nýr starfsmaður ráðinn í stað þess sem hættir. Bjarni bætti því hins vegar við að „í einhverjum tilfellum þurfi að gera ráðstafanir“ sem vart er hægt að skilja öðruvísi en að líklegt sé að grípa þurfi til einhverra uppsagna. Að auki stóð á einni glæru sem Bjarni sýndi í kynningu sinni að launakostnaði yrði náð niður með starfsmannaveltu og uppsögnum en ráðherrann tók hins vegar orðið uppsagnir sér ekki í munn í kynningu sinni. Bjarni segir að niðurskurðurinn á launakostnaði muni ekki ná til þeirra starfsmanna ríkisins sem starfa í framlínustörfum í t.d. heilbrigðiskerfinu, löggæslu og framhaldsskólum.

Auk lækkandi launakostnaðar er ætlunin að ná fram hagræðingu í almennum rekstri upp á 4 milljarða með t.d. hagkvæmari innkaupum og lækkun ferðakostnaðar starfsmanna ríkisins.

Af þessari 17 milljarða hagræðingu, sem Bjarni segir ríkisstjórnina hafa komið sér saman um, munu 8 milljarðar felast í auknu aðhaldi í ráðuneytum, einkum á grunni þess að ýmsum boðuðum verkefnum og framkvæmdum í ráðuneytunum verður frestað.

Bjarni lét þess einnig getið að markvisst sé unnið að því að ná fram hagræðingu í ríkissrekstri til framtíðar með ýmsum öðrum leiðum, eins og t.d. sameiningu stofnana, sameiginlegu vinnurými, hagkvæmum innkaupum og aukinni notkun á stafrænni þjónustu.

Þegar kemur að þessari 17 milljarða króna hagræðingu, sem ríkisstjórnin hefur komið sér saman um að ráðist verði í, eru næst skref þau að fagráðuneyti og stofnanir sem heyra undir þau munu útfæra hana nánar áður en fjárlagafrumvarp ársins 2024 verður kynnt í september næstkomandi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “