fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir tekjublöðin vera að deyja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög hefur dregið úr áhuga fólks á upplýsingum um tekjur samborgaranna, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut. Hann segir upplag svonefndra tekjublaða fara minnkandi og að samkvæmt heimildum hafi þurft að henda mörg þúsund eintökum af tekjublaði Frjálsrar verslunar eftir að sölutímanum lauk í fyrra. Í ár hafi mun minna upplag verið prentað og salan dræm. Einnig sé orðið erfiðara að átta sig á tekjum fólks en áður.

Ólafur nefnir að DV var fyrst með helstu fréttir af tekjum þekktra Íslendinga í síðustu viku og miðillinn hafi birt upplýsingar sínar jafnt og þétt eftir því sem vinnu blaðamanna vatt fram en skattyfirvöld opnuðu aðgang að þessum upplýsingum fyrir fjölmiðla og allan almenning fimmtudaginn 17. ágúst.

DV valdi að sögn Ólafs að fleyta rjómann ofan af ef svo má segja. Lesendur hafi mestan áhuga á þekktasta fólkinu og DV og umfjöllun DV hafi beinst að stjórnendum ríkisins, stjórnendum fyrirtækja, listamönnum, íþróttafólki, svonefndum álitsgjöfum, bæjarstjórnarfólki, verkalýðsleiðtogum og starfsmönnum samtaka atvinnurekenda, svo dæmi séu tekin um helstu hópa.

Frjáls verslun hafi hins vegar valið að fletta upp miklum fjölda skattgreiðenda og birta niðurstöður sínar til að freista þess að vekja forvitni margra. Áhuginn fyrir starfskjörum millistjórnenda, presta, sjómanna, lækna, hjúkrunarfræðinga og verkfræðinga sé greinilega mjög takmarkaður.

Ólafur skrifar að áhuginn á þessu hafi verið mestur um og upp úr síðustu aldamótum áður en hrunið dundi yfir og starfskjör margra voru með miklum ólíkindum þannig að fólk hafi verið orðlaust og orðið að afla sér upplýsinga um þá vitleysu sem þá var ríkjandi. Eftir hrunið hafi áhuginn á tekjum annarra farið hægt og bítandi minnkandi.

Inn í þessa þróun blandast svo, að mati Ólafs, að margar stéttir sæki í vaxandi mælitekjur sínar með þeim hætti að þiggja verktakalaun fyrir fyrirtæki á sínum vegum. Það sé fullkomlega löglegt og eðlilegt. En vandinn sé sá að þeir sem vilji forvitnast um raunverulegar launatekjur samborgaranna eigi erfiðara með að sjá heildarmyndina. Meira þurfi að hafa fyrir eins og til dæmis að finna einnig út hve mikið fólk greiðir í fjármagnstekjuskatt til viðbótar við tekjuskatt og útsvar.

Ólafur nefnir nokkrar starfsstéttir sem nýta sér fyrirkomulag verktakalauna.

„Slíkt fyrirkomulag gerir líf hinna forvitnu flóknara. Jafnframt dregur úr áhuga fólks á tekjublöðum og upplýsingum fjölmiðla um afkomu fólks.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?