Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir alrangt að um mikinn fjölda fólks sé að ræða í hópi hælisleitenda, sem vandi stafi af. Þetta sé fámennur hópur.
Hins vegar sé vandamál hvernig pólitíska samtalið sé orðið hér á landi. Upplýsingaóreiða sé mikil og andstæðar skoðanir úthrópaðar sem vitlausar eða jafnvel glæpsamlegar. „Við verðum að stíga til baka og reyna að ná fram skynsamlegri og mannúðlegri lausn,“ segir Hanna Katrín.
Hún segir Ólöfu Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafi reynt að ná samstöðu um þessi mál á sínum tíma, fyrir bráðum 10 árum. Mikilvægt sé að ná skynsamlegri samstöðu og nú megi engan tíma missa