fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Sex nýir stjórnendur hjá Origo

Eyjan
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur ráðið til sín 6 nýja stjórnendur það sem af er ári í mismunandi deildir innan fyrirtækisins. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks en öll koma þau úr mismunandi áttum með mismunandi bakgrunn.

Geir Ulrich Skaftason var ráðinn janúar 2023 sem verslunarstjóri Origo eftir að hafa starfað hjá Vodafone/365 í 6 ár, 3 ár sem verslunarstjóri. Ásamt vinnu er Geir er nú í Háskólanum á Akureyri að læra viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði.

Klara Jónsdóttir var ráðin í mars 2023 sem vörustjóri í Þjónustulausnir. Klara kláraði grunnnám í ferðamála- og viðskiptafræði og er auk þess með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún kemur frá Arion banka þar sem hún sinnti fjölbreyttum störfum m.a. við stafræna þróun, upplifun viðskiptavina og vörustýringu.

Kristín Líf Valtýsdóttir var ráðin inn í júní 2023 sem vörustjóri í Heilbrigðislausnir. Kristín Líf er með M.Sc. próf í verkfræði og kemur frá Controlant en hún var einnig lengi hjá Marel. Hún hefur mikla reynslu af vöruþróun og vörustjórn í stórum fyrirtækjum í hröðum vexti.

Lára Björk Erlingsdóttir var ráðin inn í mars 2023 sem hópstjóri kerfisreksturs. Hún er með BS í tölvunarfræði og M.Sc. í stjórnun og stefnumótum.  Lára kemur frá Veðurstofu Íslands og þar áður starfaði hún hjá fjármálafyrirtækjum og Sameinuðu þjóðunum. Hún er með margra ára reynslu af vinnu í hugbúnaðargerð og hefur síðustu 5 ár verið í mismunandi stjórnunarstörfum bæði í hugbúnaðargerð og tölvu- og kerfisrekstri.

Ljósbrá Logadóttir var ráðin inn í lok árs 2022 til að leiða viðskiptaþróun hjá Þjónustulausnum. Hún hefur starfað í upplýsingatækni síðastliðin 10 ár og hefur víðtæka reynslu í samningagerð, birgjasamskiptum og fjármálum. Ljósbrá er með diplóma í ljósmyndun, BA í lögfræði og MBA frá Háskóla Íslands.

Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir var ráðin inn febrúar 2023 sem vörustjóri í Heilbrigðislausnir. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2010 og sem tölvunarfræðingur árið 2020. Eftir útskriftina vann hún sem verkefnisstjóri hjá velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna