fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Sanngirnisbætur

Eyjan
Laugardaginn 12. ágúst 2023 07:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur tíðkast að fara aftur í tímann með siðferðislega mælikvarða samtímans og dæma fortíðina hart fyrir alls konar misgjörðir. Víða erlendis hafa styttur af fyrrum þjóðhetjum verið brotnar niður vegna nýrrar söguskoðunar.

Hérlendis hafa ýmiss konar aðgerðir fyrri tíma verið fordæmdar og „sanngirnisbætur“ greiddar ef hópar voru taldir beittir misrétti. Fólk sem dvaldist á vistheimilum ríkisins hefur fengið bætur. Margir eru að skoða réttarstöðu sína gagnvart barnaverndaryfirvöldum og skólakerfi liðinna áratuga.

En hvaða augum verður samtíminn skoðaður eftir nokkra áratugi? Hvernig verður líf nútímamanna metið á vogarskálum sanngirnisbóta? Munu afkomendur gamalmenna sem urðu að dvelja á tveggja manna stofum á Grund eða Hrafnistu sækja sér bætur vegna ómanneskjulegra þrengsla? Munu  börnin sem send voru á leikskóla eins árs krefjast bóta vegna þess að þau fóru voru allt of ung send inn á stofnun? Getur mín kynslóð kveinað hátt í nafni pólitískrar rétthugsunar og trúarlegs jafnræðis vegna þess að við vorum látin læra kristinfræði eða biblíusögur í barnaskóla? Munu skátarnir sem sendir voru til Kóreu á skátamót í hitabylgju og fárviðri sækja um bætur eftir tvo til þrjá áratugi?

Mörg hundruð manns eru  á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og liðskiptum á Landspítala. Getur þetta fólk sótt sér sanngirnisbætur síðar meir vegna skerðingar á lífsgæðum? Geta þingmenn sem neyddust til að sitja undir endalausu málþófi Pírata sótt um fjárhagslegar miskabætur?

Hver einasti einstaklingur ætti því að halda nákvæma dagbók og skrá hjá sér allt það misrétti sem hann telur sig beittan og hika ekki við að heimta sanngirnisbætur síðar meir af ríkinu.

Við afkomendur Snorra Sturlusonar höfum ákveðið að sækja um skaðabætur af Noregskonungi og opinbera afsökunarbeiðni vegna morðsins á skáldinu árið 1241.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
28.09.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála