fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Ég veit ekki hvenær ég hætti, kannski eftir eitt eða tvö ár, kannski 20, segir Kári Stefánsson, sem segist fullur starfsorku

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 12. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að á hverjum morgni finnist honum eins og hann sé að fara í leikskólann að leika sér í sandkassanum þegar hann fer í vinnuna. Hann segir það vera forréttindi að fá að vinna við sitt helsta áhugamál. Dásamlegt sé að vinna við það sem gefur honum svo mikla gleði.

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 9
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kári Stefánsson - 9

Kári er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Aðspurður segir hann að vitanlega sé hann farinn að huga að starfslokum. Fyrstu viðbrögð hans við þeirri fullyrðingu Ólafs að enginn sé eilífur eru hins vegar að þar verði Ólafur að tala fyrir sig sjálfan, en vitaskuld er það í gríni.

„Jú, ég hef velt því töluvert fyrir mér hvernig þetta hlutverk verður tekið yfir af einhverjum öðrum,“ segir Kári sem segist telja sig vera í ágætis stöðu til að vera í sínu hlutverki eitthvað áfram.

„Þetta fer allt eftir því hvernig mér líður, hvernig mér finnst ég ráða við þetta og hvernig öðrum finnst ég ráða við þetta,“ segir Kári. „Mér finnst ég vera í ágætis aðstöðu til að vera í þessu hlutverki eitthvað áfram en ég veit ekki hvort við erum að tala um eitt ár eða tvö. Eða tuttugu. Einhvern tíma verður maður að hætta“

En er Kári með eftirmann í huga? Er hann búinn að þjálfa einhvern upp í hlutverkið?

„Nei, ég vel ekki eftirmann minn,“ segir Kári

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður
Hide picture