fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Lyfja innleiðir næstu kynslóð rafrænna hillumiða

Eyjan
Föstudaginn 11. ágúst 2023 11:40

Þorvaldur Einarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Lyfju, við nýju rafrænu hillumiðana í verslun Lyfju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfja hefur gert samning við Origo um að innleiða rafræna hillumiða frá SES-imagotag í verslanir sínar. Lyfja verður fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess nýta sér, í bland við hefðbundna hillumiða, nýja kynslóð af rafrænum hillumiðum sem kallast Vusion Rail. Um er ræða byltingarkennda, nýja tækni í verðmerkingum sem gerir verslunum kleift að keyra söluherferðir og kynningarmyndbönd samhliða verði.

„Við skoðuðum helstu lausnir á markaðnum og völdum SES-imagotag vegna verðs, skýjalausnar og möguleika hugbúnaðarins. Eins er SES stærsti aðilinn á markaðnum á heimsvísu og stækkar hratt,“ segir Þorvaldur Einarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Lyfju.

SES Imagotag eru leiðandi framleiðandi á heimsvísu þegar kemur að rafrænum hillumiðum. Markmið þeirra er að styðja verslanir í stafrænni umbreytingu og eru stöðugt settar fram nýjar og spennandi úrbætur.

„Vusion Rail er fullkomin leið til að auka sýnileika á verðmætum vörumerkjum. Með þessari lausn er hægt að keyra söluherferðir samhliða verði og þannig samnýta markaðsefnið enn betur,“ segir Sunna Mist Sigurðardóttir, lausnastjóri hjá Afgreiðslulausnum Origo.

Með innleiðingu Vusion Rail verðmerkinga er hægt að stuðla að aukinni vörumerkjavitund með því að beina athygli viðskiptavina að ákveðnum vörum í verslun með fágaðri framsetningu. Með þessari nýju kynslóð rafrænna hillumiða er hægt að beita skapandi markaðssetningu sem skilar árangri en söluherferðir með Vusion Rail hafa sýnt fram á aukna sölu og mælanlegan árangur.

Bætt upplifun viðskiptavina

Í tilkynningu frá Lyfju segir að viðskiptavinir upplifi gjarnan meiri tengingu við vörur í gegnum lifandi myndefni og framsetningu. Vusion Rail geri vörumerkjum kleift að birta hnitmiðaðar auglýsingar og verðupplýsingar í HD gæðum á þunnum LCD skjáum. Þessi nýja kynslóð rafrænna hillumiða bjóði því upp á frábæra leið til að nota skjái fyrir lifandi myndefni á sama stað og verðmerkingar í markaðslegum tilgangi.

„Lausnin gerir okkur kleift að birta mun meiri upplýsingar á verðmiðum, t.d. upplýsingar um innihald og eiginleika vöru. Við sjáum mikla möguleika í að nota Vusion Rail lausnina á 1-2 stöðum í verslunum okkar til að leggja áherslu og beina athygli viðskiptavina á valdar vörur. Það er einnig auðvelt að breyta hönnun, bæta við myndum af vörunni og gera mismunandi útlit á hillumiðunum sem gerir ferlið þægilegt, segir Þorvaldur Einarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“