Bjarni Benediktsson vonast eftir því að kraftaverk bjargi fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og reynir því allt sem hann getur til að halda andvana ríkisstjórnarsamstarfi gangandi út kjörtímabilið, skrifar Ólafur Arnarson í Dagfarapistli á Hringbraut.
Ólafur segir Bjarna hafa komið þeim skilaboðum á framfæri við félaga sína í fremstu forystu Sjálfstæðisflokksins að róa sig í gagnrýni á ríkisstjórnarsamstarfið, mikilvægt sé að samstarfið haldi áfram sem lengst út kjörtímabilið og staðan verði betri þegar takist að ná niður verðbólgu og vöxtum. Þá sé von til þess að stöðva stórsókn Samfylkingarinnar og reka hana í vörn.
Ólafur spáir því að Bjarna verði ekki að ósk sinni um lága vexti á kjörtímabilinu vegna þess að ekkert bendi til þess að Seðlabankinn verði jafn sprækur í vaxtalækkunum og hann hefur verið í að hækka vexti.
Þá telur Ólafur að jafnvel þótt verðbólga og vextir lækki sé fjöldi annarra mála sem grafi undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og fylgi stjórnarflokkanna og nefnir m.a. eftirfarandi dæmi:
Ólafur telur litlar líkur á að kraftaverk komi ríkisstjórnarflokkunum til bjargar í næstu kosningum.
Dagfara í heild má lesa hér.