fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Segir nær vonlaust að virkja þó að ríkisstjórnin ætli að skipta út olíu fyrir rafmagn

Eyjan
Föstudaginn 4. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson, atvinnurekandi og fyrrverandi sveitarstjóri og borgarfulltrúi, greinir mótsagnir í stefnu og athöfnum stjórnvalda varðandi orkuskipti. Á sama tíma og ríkisstjórnin stefnir að því að útrýma olíunotkun sé nánast gert ókleift að virkja fyrir rafmagni. Þetta kemur fram í aðsendri grein Halldórs í Morgunblaðinu í dag.

Halldór dregur fram að ríkisstjórnin stefnir að útfösun jarðefnaeldsneytis árið 2040 en um þetta segir í stjórnarsáttmálanum:

„Lögð verður fram þings­álykt­un um orku­skipti og út­fös­un jarðefna­eldsneyt­is, þar sem sett­ar verða fram aðgerðir og grunn­ur lagður að því að full­um orku­skipt­um verði náð eigi síðar en 2040 og Ísland verði óháð jarðefna­eldsneyti fyrst þjóða.“

Halldór segir að ríkisstjórnin hljóti að stressast yfir tilhugsunin um að aðeins séu 17 ár í þessi orkuskipti, miðað við stöðu mála núna. Skrifræði valdi því að nær ómögulegt sé að virkja fyrir rafmagni:

„Það er auðvelt að ímynda sér að þegar ráðherr­ar og þing­menn rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­ans lesa þetta (sem þeim ber að gera reglu­lega) stress­ist þau veru­lega upp því það eru rétt 17 ár í að Ísland eigi að vera laust við ol­íu­notk­un. Ástæðan fyr­ir reglu­legu stresskasti er auðvitað sú að það er búið að byggja upp því­líkt skri­fræðis­kerfi á Íslandi varðandi orku­öfl­un að nán­ast von­laust er að virkja okk­ar um­hverf­i­s­vænu vatns­öfl en virkj­un þeirra er jú eina leiðin til að losna við alla þessa olíu eigi síðar en árið 2040, fyrst þjóða. Hin ástæðan er sú að hluti póli­tískt kjör­inna full­trúa kær­ir sig ekk­ert um að nýta end­ur­nýj­an­lega ís­lenska orku­gjafa og fer að fabúl­era um að hægt sé að gera þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi án þess að út­skýra það eða rök­styðja með sann­fær­andi hætti.“

Halldór segir þjóðina vera að glíma við þversagnir í þessum málaflokki. Á sama tíma og ríkisstjórnin lýsi yfir vilja til orkusipta og grænnar orkuframleiðslu sé hluti hennar á móti því að virkja. Tala þurfi skýrt um þessi mál:

„Við eig­um ótelj­andi kosti á að verja svæði sem við ætl­um ekki að nýta til orku­öfl­un­ar, það er nátt­úru­vernd og við Íslend­ing­ar erum góð í nátt­úru­vernd. En um leið er fjöldi svæða til­val­inn til orku­öfl­un­ar. Staðan er nefni­lega sú að við fram­leiðum 20 tera­vatt­stund­ir af raf­magni á ári hér á Íslandi en til að gera stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika þarf að fram­leiða 16 tera­vatt­stund­ir til viðbót­ar ár­lega til að ná full­um orku­skipt­um. Næst­um jafn­mikið og við fram­leiðum í dag. Og við höf­um 17 ár til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?