fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Brynjar opinberar umdeilda afstöðu og bíður spenntur eftir viðbrögðum „woke fólksins“ – „Þetta er börnum boðið upp á á hverju ári“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson vandar sérfræðingum í barnauppeldi, rétthugsunarliðinu og woke fólkinu ekki kveðjurnar í nýjasta pistli sínum á Eyjunni.

Hann skrifar um að nú þegar allar ytri aðstæður séu til staðar til að börn geti blómstrað og átt tiltölulega áhyggjulausa æsku sé svo komið að nánast annað hvert barn glími við kvíða og verulega vanlíðan. Engum detti í hug að grafast fyrir um orsakir þess heldur sé barið á stjórnmálamönnum fyrir að ekki séu til næg úrræði fyrir börn í vanda, stækka þurfi og efla BUGL og setja sálfræðing í hvern bekk í grunn- og framhaldsskóla.

Brynjar kennir rétthugsunarliðinu og woke fólkinu um og segir að hallað hafi undan fæti hvað varðar vellíðan barna með tilkomu svokallaðra sérfræðinga sem fóru að leiðbeina okkur um barnauppeldi – þegar almenn skynsemi og reynsluspeki kynslóðanna viku fyrir fræðum og vísindum.

Brynjar segir búið að rugla og hræða börnin í nafni fræða og vísinda. Sérfræðingar mæti og segi þeim að jörðin sé að farast – ekki eftir hundrað ár heldur á morgun eða hinn. Þá geri eilíf kynfræðsla fyrir börn í fyrstu bekkjum grunnskóla ekkert annað en að rugla þau í ríminu og ruglið nái hámarki þegar sáð sé efasemdum um kyn þeirra á svo ungum aldri.

Að mati Brynjars er það svo til að rugla börnin endanlega í ríminu þegar poppstjörnur komi og lýsi því hvernig þær voru útúrdópaðar á hátindi ferils síns og reyni svo að sannfæra börnin um að fíkniefnaneysla borgi sig ekki.

Þetta sé börnum boðið upp á alla skólagönguna en alls ekki megi fræða þau um boðskap Jesú Krists um kærleikann og fyrirgefninguna og góða siði til að hjálpa okkur í gegnum lífið. Það teljist innræting, auk þess sem tilvist Guðs sé ekki vísindalega sönnuð.

Brynjar skrifar að hann geti ekki beðið eftir að sjá viðbrögð rétthugsunarliðsins og woke fólksins við pistlinum.

Pistil Brynjars í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna