fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Segir hlutina hafa snúist við – nú sé það Sjálfstæðisflokkurinn sem sé niðurlægður og auðmýktur í ríkisstjórn en ekki samstarfsflokkarnir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 31. júlí 2023 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér áður fyrr auðmýkti og niðurlægði Sjálfstæðisflokkurinn samstarfsflokka sína í ríkisstjórn en nú er öldin önnur, skrifar Björn Jón Bragason í vikulegum pistli sínum, Af þingpöllum, á Eyjunni.

Nú er það Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur sem er niðurlægður og auðmýktur. Mikill munur sé á stöðu flokksins nú og á stórveldistíma Davíðs Oddssonar, þegar flokkurinn sat samfellt á valdastóli í 18 ár og gnæfði yfir aðra flokka í kosningum. Lengst af var þetta í samstarfi við Framsóknarflokkinn.

Björn Jón vitnar í orð Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi formanns Samfylkingarinnar, í helgarviðtali í DV 2002 um að Framsóknarflokknum hefði „hugnast það vel að vera eins konar hjálpartæki Sjálfstæðisflokksins, vera kúgaður þar og auðmýktur í samskiptum, stundum daglega. Ég neita því ekki að ég hef stundum velt því fyrir mér hvort langlundargeð Halldórs [Ásgrímssonar] sé óþrjótandi. Hann hefur með mjög skörulegum hætti fyrir hönd síns flokks sett Evrópuspurninguna á dagskrá en lætur það samt líðast að forsætisráðherrann snoppungar hann eins og ótíndan skóladreng og segir þjóðinni að það sé ekkert að marka orð utanríkisráðherrans.“

Össur kvaðst myndu undir eins yfirgefa ríkisstjórn fengi hann slíka „snoppunga“ og lýsti svipaðri reynslu sem hann varð fyrir sem ungur ráðherra í Viðeyrstjórn Davíðs og Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Björn Jón rifjar upp nýleg ummæli þungavigtarmanna í Sjálfstæðisflokknum, sem segja ómögulegt fyrir flokkinn að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi að óbreyttu. Ekkert fararsnið virðist vera á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og langlundargeð formanns flokksins óþrjótandi að því er virðist. Sér segi þó hugur að hinn almenni flokksmaður muni ekki sitja undir kúgun og auðmýkingu til frambúðar.

Pistil Björns Jóns í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á