fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Krefst þess að íslensku bankarnir svari því hvort tjáning eða skoðanir viðskiptavina hafi verið notaðar gegn þeim

Eyjan
Sunnudaginn 30. júlí 2023 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Málfrelsis – Samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, hefur sent fyrirspurn til stjórnenda íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða í tilefni af nýlegum fréttum frá Bretlandi, en samkvæmt þeim fréttum hafa einstaklingar lent í því að vera neitað um bankaviðskipti á grundvelli stjórnmálaskoðana sinna.

Segir í fyrirspurninni:

„Erindi þetta er ritað, fyrir hönd stjórnar Málfrelsis – Samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, í tilefni af nýlegum fréttum frá Bretlandseyjum þess efnis að tilteknum einstaklingum hafi verið meinað um bankaviðskipti þar í landi á grundvelli stjórnmálaskoðana hlutaðeigandi. Enda þótt fáir einstaklingar hafi, enn sem komið er, opinberlega verið nefndir til þessarar sögu eru komnar fram vísbendingar þess efnis að fjöldi fólks hafi í reynd sætt slíkum þvingunar- og útilokunaraðgerðum fjármálafyrirtækja í Bretlandi. Þegar þetta er ritað hefur atburðarásin undið upp á sig með þeim afleiðingum að spjótin beinast nú að bankastjórnendum, sem krafðir eru um afsögn.“

Meðal annars hafi forstjóri NatWest GroupPlc, Alison Rose, þurft að segja af sér sökum máls fyrrverandi leiðtoga breska sjálfstæðisflokksins UKIP, eftir að reikningi hans í Coutts bankanum var lokað án þess að veita honum nokkurn rökstuðning. UKIP flokkurinn barðist meðal annars hart fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, eða BREXIT, og barðist sömuleiðis hart gegn sóttvarnaraðgerðum í faraldri COVID-19. Síðar var því borið við að Nigel uppfyllti ekki lengur skilyrði bankans fyrir innistæðum, en Nigel greindi frá því að hafa fengið þau svör að stjórnmálaskoðanir hans hafi spilað þar hlutverk.

Alison sagði af sér á miðvikudaginn eftir að hafa orðið uppvís af þeim dómgreindarbrest að hafa tjáð sig um mál Nigel við blaðamann og brotið þar með gegn trúnaði, en Nigel hefur sakað hana um að hafa þar að auki veitt blaðamanni rangar upplýsingar, enda hafi bankainnistæður Nigel ekki orðið til þess að reikningi hans var lokað heldur skoðanir hans.

Segir áfram í fyrirspurn Málfrelsis:

„Með vísan til framanritaðs er óskað upplýsinga um það hvort íslenskir viðskiptabankar eða sparisjóðir hafi á umliðnum árum látið opinbera tjáningu og/eða stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir eða aðrar skoðanir einstaklinga eða forsvarsmanna fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann hafa áhrif á ákvarðanir sem varða viðskipti þeirra. Einnig er óskað eftir upplýsingum um það hvort í starfsreglum umræddra fjármálafyrirtækja sé að finna ákvæði sem tryggi skilyrðislaust að viðskiptavinir þurfi ekki að sæta því á að skoðanir þeirra eða tjáning á opinberum vettvangi hafi áhrif á viðskipti þeirra við viðkomandi fyrirtæki. Ennfremur, ef slíkar reglur eru ekki til staðar, hvort fyrirhugað sé að setja slíkar reglur af hálfu hlutaðeigandi banka / sparisjóðs.

Svör óskast innan 10 daga frá ritun erindis þessa.“

Undir bréfið ritar Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi dómari, en hann sagði sig úr Dómarafélagi Íslands árið 2021 vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?