fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson í hlaðvarpi Markaðarins: Galið að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram óbreyttu og ætla að fara í kosningar eftir tvö ár

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig á því að ef þau ætla að halda ríkisstjórninni saman þarf að taka á málum á borð við orkumál, hvalveiðimál og útlendingamál en ekki bara berjast við verðbólguna með niðurskurði og skattahækkunum, segir Brynjar Níelsson í samtali við Ólaf Arnarson í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 1
play-sharp-fill

Markaðurinn: Brynjar Nielsson 1

Brynjar segir þessi stærstu og brýnustu mál vera í biðflokki beinlínis vegna þess stjórnarmynsturs sem nú er. „Ég hef nú sagt við þessa ágætu forystumenn: Ef þið haldið það að þið getið verið bara tvö ár í ríkisstjórninni áfram og ekkert gert í þessum málum og ætlið svo í kosningar, eruð þið galnir? Annað hvort ná menn samkomulagi í þessari ríkisstjórn og taka á þessum málum, þá skal ég styðja hana áfram.“

Brynjar spyr hver það sé sem sprengi stjórnina í raun og veru þegar einn flokkur standi í vegi mikilvægra mála og annar fái einfaldlega nóg.

Hann segir menn verða að stilla þessu upp þannig að gera verði ákveðna hluti og stilla Vinstri grænum upp með það hvort þeir ætli að taka þátt í að gera þá. ef þeir vilji það ekki sé engin ástæða til að halda áfram í ríkisstjórn með þeim. „Eigum við þá ekki bara að vera sammála um að slíta þessu?“ spyr Brynjar.

Brynjar segir stöðuna núna vera allt aðra en var þegar Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. og Viðreisn 2017 og þurrkaðist svo út í kosningunum sem fylgdu í kjölfarið. „Það var auðvitað út af engu en hér eru menn komnir í öngstræti út af stefnu ríkisstjórnarinnar. Það náðist ekki inn í stjórnarsáttmálann að hætta hvalveiðum en svo kemur þessi flokkur og hættir þeim.“

Farið er yfir ýmis mál í þættinum og segist Brynjar til að mynda hafa verið mjög efins um réttmæti þess að mynda þessa ríkisstjórn eftir síðustu kosningar.

Brynjar kemur inn á málefni Þjóðkirkjunnar og stöðu biskups Íslands sem virðist vera í miklu uppnámi þessa dagana. Hann hefur skoðanir á því eins og fleiru.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á
Hide picture