fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Uppsöfnuð pólitísk ólund

Eyjan
Laugardaginn 29. júlí 2023 12:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur við að maður öfundi nú þegar stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga framtíðarinnar sem eiga fyrir höndum rannsóknir á pólitísku ástarsambandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, þessara tveggja meintu höfuðpóla í íslenskum stjórnmálum. Og ekki síst munu fræðastörfin beinast að því af hvor þeirra sprakk fyrr á limminu og fékk skömmustu á hinum, en að baki er hálft annað kjörtímabil sem hefur í meginatriðum sýnt og sannað að þessum flokkum hefur lengst af liðið vel í hvor annars ranni.

Þeir hafa bakkað hvor annan upp í sex ár, en það er auðvitað óratími í íslenskri pólitík, sérstaklega í seinni tíð.

En núna, vonum seinna, gætu sumir sagt, er farið að bera á uppsöfnuðu pólitísku óþoli – og það er ekki lengur reynt að fela það. Þvert á móti. Skeytasendingarnar eru hafnar. Orðavalið er farið að minna á gamla og góða tíma þegar kommar og íhald náðu ekki að renna saman frekar en olía og vatn.

Það áhugaverða fyrir fræðimenn næstu ára er samt að beiskjan brýst að lokum út á meðal flokksins sem lengst af hefur verið prúðari og orðvarari í íslenskri þjóðmálaumræðu. Hún kemur ekki upp úr kjafti þeirrar krassandi róttækni sem einkennt hefur vasklega vinstrimennsku um margra áratuga skeið á Íslandi.

Henni er að lokum stunið upp úr hófsömum íhaldsmönnum sem eru – alveg út úr karakter – farnir að temja sér taumlausan blótsyrðaforðann af hinum enda stjórnmálanna.

Það er gaman að þessu. Og það er skemmtileg nýlunda að sjá hlutunum snúið á hvolf með þessum hætti. Hægrimenn eru sumsé komnir á flug í fúkyrðaflaumi á meðan vinstrimenn sitja penir hjá og passa hvert orð og látbragð.

Stóra spurningin er auðvitað sú hvort túlka megi þessi umskipti í pólitískum frásagnarmáta sem svo að sjálfstæðismenn skammist sín meira fyrir langvarandi sambúð með Vinstri grænum en þeir síðarnefndu með íhaldinu.

„Uppreisnin er íhaldsins, ekki gömlu byltingarsinnanna.“

Það er auðvitað rökrétt niðurstaða þegar þögnin á meðal kommanna er borin saman við harmakveinið sem núna berst úr barka auðhyggjunnar.

Þar á bæ hafa menn einmitt komist að því eftir ríflega hálfs áratugar vinstrivillu að ríkisstjórnarsamstarfið við VG stríðir gegn gildum sjálfstæðisstefnunnar. Og hér tala menn loksins digurbarkalega. Heiftúðugir hægrimenn.

Ekkert heyrist aftur á móti úr grasrót og herbúðum hinna hvort áralangt og endurtekið samstarf vinstri róttæklinga við kræfa kapítalista stríði gegn hugsjónum sjálfkallaðra sósíalista.

Og ætli það sé ekki einmitt svo að það afhjúpar á endanum hvernig komið er fyrir þessum flokkum að uppreisnin er íhaldsmegin, ekki á meðal gömlu byltingarsinnanna.

Og má hér vissulega segja að öðruvísi manni áður brá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn