fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Þetta þarf Reykjavíkurborg að borga til að ganga frá lóðinni við Landsbankahöllina

Eyjan
Föstudaginn 28. júlí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni samkomulag um framkvæmdir vegna frágangs á lóð Austurbakka 2, en um er að ræða lóðina þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans hafa verið reistar,

Með samkomulaginu fylgdi umsögn frá fjármála- og áhættustýringarsviðs þar sem fram kom að um alllangt skeið hafi samningaviðræður staðið yfir milli byggingarréttahafa og borgarinnar um lokafrágang á lóðinni og næsta nágrennis hennar. Tókst að lokum að komast að samkomulagi um fyrirkomulag þessara framkvæmda sem og kostnaðarskiptingu framkvæmdanna og hönnunarkostnað og umsjón framkvæmdanna.

Segir í umsögninni að um sé að ræða lóð sem sé sameiginleg fyrir 8 hús. Borgin kosti til gerð sleppisvæðis við Kalkofnsveg, kostnað við flutning einnar brúar yfir sýki við götuna, sem þarf að flytja vegna deiliskipulagsbreytingar sem borgin beitti sér fyrir árið 2014 á gatnamótum Geirsgötu og Kalkofnsvegar sem leiddi til stækkunar til austurs á húsi Landsbankans. Einnig skal borgin greiða fyrir lagningu gönguleiðar innan lóðarhluta Hörpu frá brúnni og að Reykjastræti og borgin greiði svo líka kostnað við annað svæði innan lóðarhluta Hörpu, þar sem einungis var búið að ganga frá til bráðabirgða og endurgerð gangstéttar meðferð Kalkofnsvegi sem gerð var til bráðabirgða á sínum tíma.

Samkvæmt frumkostnaðarmati mun borgin greiða um 280 milljónir á grundvelli þessa samkomulags.

Í samkomulaginu kemur fram að aðlar samningsins, sem eru Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Reykjavík Development, Austurhöfn, Cambridge Plaza Hotel Company og Húsfélagið Austurbakka, séu sammála um að frágangur yfirborðs, tjarna og brúa skuli vera í samræmi við tillögu frá Landslagi.

Þar kemur einnig fram að borgin eigi að kosta endurgerð regnvatnslagna ef breytt hæðarlega vegna færslu brúar og gerðar sleppistæða kalli á slíkt. Hönnunarkostnaður og umsjón framkvæmda skiptist milli aðila samkomulagsins í hlutfalli við framkvæmdakostnað hvers aðila.

Landsbankinn kosti til allar framkvæmdir innan afmarkaðs byggingarreits bankans, en bankanum er jafnframt falið að annast allan undirbúning, hönnun, framkvæmdir, fullnaðarfrágang vegna framkvæmdanna og skal bankinn ráða verkfræðistofu til verkeftirlits. Landsbankinn og umsjónarmaður munu sjá um að deila kostnaði á aðila samkvæmt samkomulaginu. Ef til þess kemur að Veitur þurfi að koma að verkefninu mun Landsbankinn sjá um þau samskipti og skipta reikningum vegna þess. Um framkvæmdir utan lóðarmarka ber að hafa samráð við Reykjavíkurborg.

Áætlað er að verklok séu í október á þessu ári.

Samkomulagið má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku