fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Segir að íslenskir bændur fái ríflega jarðræktarstyrki frá ESB við aðild Íslands að bandalaginu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stærsta hagsmunamál bænda er stuðningur þeirra við aðild Íslands að ESB sem er með stærsta landbúnaðarstuðningskerfi í heiminum. Með aðild fengist tollfrjáls aðgangur íslenskra landbúnaðarvara að markaði 500 milljóna neytenda,“ skrifar Thomas Möller varaþingmaður Viðreisnar í aðsendri grein sem birtist á Eyjunni í dag.

Thomas vísar í að Jóhannes Nordal fjallar í ævisögu sinni um skaðsemi haftastefnu og verndartolla sem ríktu hér frá í heimskreppunni um 1930 allt til að Viðreisnarstjórnin innleiddi viðskiptafrelsi um 1960. „Frelsi borgaranna, samkeppni og frjáls viðskipti eru helstu stoðir velferðar og hagsældar að mati Jóhannesar. Mörg dæmi sanna þessa skoðun hans.“

Thomas rifjar upp að með inngöngu Íslands í EFTA var tollum af iðnaðarvörum aflétt og í framhaldinu blómstraði íslenskur iðnaður og einnig að íslenskur grænmetisiðnaður hefur blómstrað eftir að tollum af grænmeti var aflétt fyrir nokkrum árum.

„Alltaf þegar markaðslausnir og samkeppni kemst á eykst hagur heimila og fyrirtækja,“ skrifar Thomas.

Hann víkur að því að í Costco sé að finna um 35 tegundir innfluttra osta og 25 sortir af kjötáleggi. allar þessar vörur beri allt að 1.000 króna verndartoll á kíló og nánast engar þeirra eru framleiddar hér á landi.

„Landbúnaðarstefnan er ekki að vinna með hagsmuni neytenda í huga. Sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni,“ skrifar Thomas.

Hann segir sjálfsagt að styðja við landbúnað hér á landi eins og gert sé í öðrum löndum, m.a. innan ESB. Þar séu viðskipti hins vegar tollfrjáls og engir framleiðslustyrkir eins og hér tíðkast. Hér á landi  styrki skattgreiðendur landbúnaðarframleiðslu um 15 milljarða á ári, auk þess sem tollvernd gegn innflutningi sé talin kosta neytendur um 17 milljarða á ári. Á þessu kerfi tapi allir, líka bændur. Þeir einu sem græði séu afurðastöðvarnar.

„Með aðild að ESB myndu íslenskir bændur fá ríflega jarðræktarstyrki frá ESB enda er hann skilgreindur sem heimskauta landbúnaður sem ESB styrkjakerfið tekur opnum örmum.“

Thomas hnykkir út með því að segja að Viðreisn vilji sjá fleiri frjálsa bændur.

Grein Thomasar Möller í heild má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan