fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa: Ég get!

Eyjan
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 15:48

Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Ég tók áskorun og ég náði henni. Ég er geggjað jákvæður!
    Þetta eru orð tíu ára drengs sem sigrar hverja áskorunina
    á fætur annarri í lestrarnámi sínu og upplifir um leið
    tilfinninguna, „Ég get!“

Að sjá bros færast yfir andlit barns þegar það upplifir þessa dýrmætu tilfinningu „Ég get!“ er einstaklega gefandi og eflir þann er á í hlut að halda áfram með markvissa þjálfun og halda barni í flæði. Hann getur verið viss um að vera að gera rétt.

Áskoranir felast í því að við þurfum að byggja upp þá færni/þekkingu sem fær börnum tilfinninguna að þau geti! Þar eru kennarar og þjálfarar í lykilhlutverki. Áskorun ein og sér dugir þó ekki til, hún þarf að vera rétt og miðað við færni þess einstaklings sem á í hlut svo hún komi af stað flæði og viðkomandi öðlist leikni (e. mastery). Of þungar geta þær valdið kvíða og of léttar leiða, svo að mörgu er að hyggja.

Að gefa börnum áskoranir miðað við færni er líklegt til árangurs og þá ekki aðeins á því námssviði sem verið er að þjálfa heldur getur það einnig haft áhrif á líðan og sjálfstraust til hins betra. Vellíðan og árangur haldast í hendur.

Það er mikilvægt að kveikja áhuga og hjálpa börnunum að finna ástríðu sína og gefa þeim tækifæri til að þróa hana. Það kostar jafnvel annað hugarfar/gróskuhugarfar og öðruvísi skipulag hjá þeim er stjórna. Menntakerfið má ekki vera ógn, við þurfum að sjá í því tækifæri.

Vísindi:

K. Anders Ericsson (1947-2020), hinn frábæri sænski fræðimaður, leggur áherslu á í kenningu sinni að byggja upp þekkingu og færni með markvissri þjálfun, þar sem stöðumat og eftirfylgni eru tveir af lyklunum. Þjálfun verður aðeins markviss ef staða þess einstaklings á því sviði sem á að þjálfa/bæta sé kunn. Hún er leiðbeinandi þegar næstu skref eru skoðuð í að byggja upp þekkingu og færni viðkomandi. Þessi aðferðarfræði er bæði ríkjandi og meira viðurkennd eða þekkt við kennslu á hljóðfæri, í skákþjálfun og við íþróttaþjálfun en í þjálfun í grunnfærni námsgreina í skólum. Þar virðist hún ekki notuð í eins miklum mæli.

Mihaly Csikszentmihalyi (1934-2021), einn af fremstu fræðimönnum heims, leggur áherslu á að áskoranir eiga alltaf að vera í samspili við færni. Þá kemst einstaklingurinn í flæði og öðlast „mastery,“ sem gerir það að verkum að hann eflir tilfinninguna „Ég get!“.

Carol Dweck (1946- ) prófessor við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna „Stanford University“ hefur í sínum rannsóknum fundið út að einstaklingi er mikilvægt að finna sitt áhugasvið og styrkja það. Hún hefur byggt upp kenningu um hugarfar (e. Mindset) frá 1988 og samkvæmt henni er það að hafa gróskuhugarfar (vaxtarhugarfar) lykill að vellíðan og árangri í lífinu.

Út frá kenningum þessara sterku fræðimanna höfum við þróað þetta módel. Það byggist á fræðum Csikszentmihalyi frá 1975. Þegar er samspil milli áskorana og færni kemst einstaklingur í flæði (e. Flow). Þá upplifir einstaklingur „mastery“ og tilfinninguna „Ég get!“. Allt byggist þetta á fræðum ofangreindra fræðimanna, Ericsson, Csikszentmihalyi og Dweck. Okkar rannsóknir sýna fram á sterkt samspil milli flæði, þrautseigju, ástríðu, og „mestringstrú“ (e. self-efficacy) (trú á eigin getu). Við höfum einnig fundið út að afreksmenn í íþróttum hafa sérlega sterka ástríðu og þrautseigju. Háskólanemendur með háar einkunnir, A-B, hafa einnig marktækt hærri ástríðu og þrautseigju en þeir nemendur sem hafa lægri einkunnir.

Við erum nú með fleiri rannsóknir í gangi sem skoða bæði unglinga á efstu stigum grunnskólans og í framhaldsskóla. Rannsóknirnar beina helst sjónum sínum að áhugahvöt, ástríðu, þrautseigju, gróskuhugarfari, mestringstrú (trú á eigin getu) og vellíðan. Þar að auki eru í gangi rannsóknir sem tengjast þróun á nettengdri íhlutun.

Möguleikar

Íhlutun áhugahvatar/gróskuhugarfars: síðustu árin hefur annar pistilshöfundur, prófessor Hermundur Sigmundsson, ásamt teymi aðstoðarmanna við Tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi (NTNU) þróað net-íhlutun (online, 35-40 mín.) sem eykur gróskuhugarfar, áhugahvöt og tilfinninguna ‘Ég get!’.

Við eigum að leggja mikla áherslu á að vinna með allt unga fólkið okkar, styrkja sjálfsmynd þeirra og trú á eigin getu. Þeirra er framtíðin! Við þurfum öll að leggjast á árarnar. Að efla gróskuhugarfar hjá börnum og unglingum landsins, rétta úr þeim og færa þeim tilfinninguna „Ég get!“ er góð byrjun. Sjáum þau vaxa og dafna í frjóum jarðvegi, eflum mannauð og gefum þeim öllum jöfn tækifæri. Okkar er ábyrgðin.

Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni – og vísindaháskólann og Háskóla Íslands.
Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK