fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Óli Palli urðar yfir Íslandsbanka fyrir græðgisleg þjónustugjöld – En eru hinir bankarnir skárri?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson er allt annað en sáttur við viðskiptabanka sinn Íslandsbanka. Segja má að Ólafur Páll, sem iðulega er kallaður Óli Palli, taki bankann til bæna fyrir græðgisleg þjónustugjöld sem eru innheimt fyrir að fá gjaldkera í útibúi til að afhenda viðskiptavinum reiðufé af reikningi. Fyrir þá sjálfsögðu þjónustu rukkaði Íslandsbanki 310 krónur sem varð til þess að Óli Palli skrifaði færslu sem hefur vakið gríðarlega athygli en rúmlega sjö hundruð manns hafa deilt færslunni þegar þessi orð eru skrifuð.

Varð óglatt yfir græðginni

„Ég hef verið í bankaviðskiptum við Íslandsbanka undanfarin ár. Það er gott útibú á Akranesi og gott starfsfólk sem ég þekki flest með nafni. Ég fór í bankann í dag til að taka út 10.000 krónur. Gjaldkerinn benti mér kurteislega á að það kostaði 300 krónur. Bankinn geymir launin mín og í raun alla peninga sem ég „á“ á hverjum tíma. Ég lána bankanum peningana mína sem hann lánar áfram með góðum feitum vöxtum á meðan raunvirði peninganna minna rýrnar á reikningnum. Svo er ég rukkaður um 300 kall fyrir að fá afhentan einn peningaseðil hjá gjaldkera. Íslandsbanki hagnaðist um 24.5 milljarða í fyrra. Mér verður óglatt,“ skrifaði útvarpsmaðurinn.

En Íslandsbanki er aldeilis ekki einn um að rukka slíkt gjald því nýlega tóku allir stærstu viðskiptabankarnir það upp að rukka eigin viðskiptavini um slíka þjónustu. Arion banki rukkar viðskiptavini sína um hæstu gjöldin eða 330 krónur, Íslandsbanki rukkar 310 krónur eins og áður segir en Landsbankinn innheimtir lægstu gjöldin eða 250 krónur.

Innlán ein ódýrasta fjármögnun banka

Hugsun bankanna er væntanlega sú að stýra viðskiptavinum sínum enn meira yfir í rafræn bankaviðskipti þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri. Þeir viðskiptavinir sem að kjósa að fá aðstoð frá starfsmanni þurfa einfaldlega að greiða aukalega fyrir það.

Að sama skapi eru innlán viðskiptavina ein ódýrasta fjármögnun sem að bankar komast í. Bankarnir greiða lága vexti fyrir innlánin og lána síðan peninginn á mun hærri vöxtum til annarra viðskiptavina og hagnast vel á vaxtamuninum, sem hefur verið að aukast hjá bönkunum vegna hærri vaxastigs. Það sást til að mynda í sex mánaða uppgjöri Landsbankans í vikunni þar sem vaxtamunurinn var orðinn 2,9% sem var hækkun um 0,4% frá fyrra ári.

Það er því til mikils að vinna fyrir viðskiptabankanna að fá innlán frá tryggum viðskiptavinum sínum og þá vilja þeir ógjarnan styggja. En hvert óánægðir viðskiptavinir geta flúið, vilji þeir á annað borð sækja þjónustu í hefðbundin útibú, er annað mál.

Hér má lesa færslu útvarpsmannsins í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi