fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Segir þetta lofa góðu fyrir kosningabaráttu Biden

Eyjan
Föstudaginn 21. júlí 2023 09:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sé engin pólitísk rokkstjarna en samt sem áður nýtur hann enn breiðs stuðnings kjósenda að mati sérfræðings.

Þennan stuðning má sjá í litlum framlögum einstaklinga í kosningasjóð Biden. Á öðrum ársfjórðungi söfnuðust 72 milljónir dala í kosningasjóð Biden. Það sem vekur einna mesta athygli í þessu samhengi er að 97% af peningunum komu með framlögum undir 200 dollurum.

Á sama tíma söfnuðust 35 milljónir í kosningasjóð Donald Trump og 20 milljónir í kosningasjóð Ron DeSantis.

Mette Nøhr Claushøj, sérfræðingur í bandarískum málefnum og lektor í bandarískum stjórnmálum við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þessi upphæð segi ákveðna sögu.

„Það er athyglisvert hversu miklu Joe Biden hefur tekist að safna. Það átti eiginlega enginn von á þessu. Út frá bandarískum sjónarhóli er það mjög góðs viti að svo mikið af peningunum komi frá litlum framlögum. Það þýðir að mjög margt venjulegt fólk vill sjá hann endurkjörinn,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna