fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bróðir Bjarna Ben hótar meiðyrðamáli vegna skrifa um frændhygli og spillingu þegar Davíð Oddsson borgaði olíufarm fyrir ógjaldfært N1 í hruninu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júlí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar, hefur farið mikinn í ritdeilum við Jón Inga Hákonarson, oddvita Viðreisnar í Hafnarfirði, á facebook-síðu hins síðarnefnda síðasta sólarhringinn og hótar nafna sínum málshöfðun vegna meiðyrða.

Tilefnið er grein sem Jón Ingi birti á Vísi á mánudaginn þar sem hann gerði að umtalsefni ummæli Hermanns Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1, um að í hruninu 2008 hafi hvorki viðskiptabanki félagsins, né norska ríkisolíufélagið Statoil viljað lána félaginu 23 milljónir dollara fyrir olíufarmi.

Hermann greindi frá því að það hafi verið Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri sem hafi tekið af skarið og greitt upphæðina (væntanlega úr sjóðum Seðlabankans en ekki sínum eigin).

Jón Ingi bendir á það í grein sinni að önnur olíufélög á Íslandi gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og birgja, án aðkomu seðlabankastjóra.

Hann bendir einnig á að N1 var ógjaldfært á þessum tíma og fór síðar í nauðasamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Statoil hefði því þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á N1 hefði það veitt lánafyrirgreiðslu.

Einnig kemur fram í grein Jóns Inga að lögum samkvæmt er Seðlabankanum einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér að seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og og frændhygli sem einkennir samfélag okkar.

Jón Benediktsson fullyrðir í athugasemd á facebook-síðu Jóns Inga að Seðlabankinn hafi ekki lánað N1 neitt, en Jón Benediktsson var stjórnarmaður í N1 og Bjarni, bróðir hans, stjórnarformaður, enda N1 í raun fjölskyldufyrirtæki innan viðskiptaveldis Engeyjarættarinnar á þessum tíma. Jón segir Seðlabankann hafa selt viðskiptabanka N1 gjaldeyri en ekki veitt N1 milliliðalausa fyrirgreiðslu.

Þessi staðhæfing Jóns Benediktssonar fer raunar þvert gegn fullyrðingum Hermanns Guðmundssonar, fyrrum forstjóra N1, um að Davíð Oddsson hafi tekið sig til og borgað fyrir olíufarminn.

Jón Ben heldur áfram og segir undarlegt að Jón Ingi skuli þykjast vita að önnur olíufélög hafi getað leyst út olíufarma án sérstakrar aðstoðar Seðlabankans vegna þess að gjaldeyri hafi skort í landinu. Þess má geta að Gunnar Karl Guðmundsson, þáverandi forstjóri Skeljungs, lýsti því yfir á dögunum að hans félag hafi ekki lent í vandræðum með að leysa út olíufarma á þessum tíma

Um kl. 21 í gærkvöldi skrifar Jón Benediktsson: „Jón Ingi Hákonarson Gættu að því að meiðyrði eru líka lögbrot. Tilhæfulausar ásakanir um spillingu og frændhygli eru ekkert annað en meiðyrði.“

Bersýnilega er bróðir Bjarna Benediktssonar farinn að hóta Jóni Inga málshöfðun vegna meiðyrða hér.

Hér er hægt að fylgjast með þessum þræði:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra