fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari

Eyjan
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 15:40

Guðrún Sesselja Arnardóttir er nýr dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september 2023.

Guðrún Sesselja lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2000 og fyrir Hæstarétti Íslands 2009. Frá ársbyrjun 2015 hefur hún starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns en þar áður starfaði hún á lögmannsstofu árin 2002-2014. Á lögmannsferli sínum hefur Guðrún Sesselja flutt mikinn fjölda mála, jafnt einkamál sem sakamál, fyrir öllum dómstigum hér á landi auk þess sem hún hefur komið að flutningi mála fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Af öðrum störfum hennar má nefna að hún starfaði hjá embætti ríkissaksóknara árin 1997-2002 og sat í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis 2013-2017. Þá hefur hún sinnt kennslu í lögfræði við íslenska háskóla sem og á námskeiðum til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi.

Átta umsækjendur voru um tvö dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Annað embættið var tímabundið vegna starfsleyfis dómara en Guðrún Sesselja er skipuð ótímabundið. Hún var metin hæfust allra umsækjenda af matsnefnd. Ekki hefur verið greint frá því hver hlytur tímabundna setningu í hitt embættið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK