fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Systurnar sem ætla ekki að þegja lengur birta afsal jarðarinnar í hringiðu hatrömmu ættardeilunnar

Eyjan
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpið Lömbin þagna ekki hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að aðeins sé kominn út einn þáttur. Þar rekja þrjár systur hatrammar fjölskylduerjur sem hafa klofið heilu sveitina og tengjast beint inn í Stjórnarráðið þar sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kemur við sögu.

Málið varðar illvígar deilur um jörðina Lambeyrar í Dalabyggð, en jörðin féll í hlut átta systkina við andlát föður þeirra og upphófust gífurleg átök sem virðast engan endi ætla að taka. Faðir ráðherra, Daði Einarsson, er í hlaðvarpinu sakaður um að hafa sólundað föðurarfi sínum og systkina sinna sem leiddi til þess að jörðin var seld á uppboði. Þrjú systkinanna leystu jörðina í kjölfarið til sín og segja systurnar í hlaðvarpinu að Daði hafi orðið þeim gífurlega reiður og gengið um sveitina og haldið fram eignarétti sínum á jörðinni.

Til að styðja við málflutning sinn hafa systurnar búið til Twitter-aðgang samhliða hlaðvarpinu en þar birta þær eftir atvikum gögn í málinu. Nú þegar hafa þær birt þinglýst afsal jarðarinnar þar sem skýrt kemur fram hver er eigandi hennar. Það er félagið Dön ehf. sem er í eigu föður systranna, Skúla Einarssonar, tveggja systra hans og svo mágs.

Í fyrsta þættinum héldu systurnar því fram að Daði Einarsson leggi stund á það að stofna félög utan um rekstur sinn, nota kennitöluna til að afla sér lánsfé, og fara svo í þrot, en í daglegu tali kallast slíkt kennitöluflakk. Segja þær að sá brandari gangi í sveitinni að kindurnar hans Daða nái að eiga sér fjórar kennitölur á þeirra stuttu ævi.

Þær vísa þessu til stuðnings til opinberra skráningar í fyrirtækjaskrá. En þar má nefna félagið Lambeyrarbúið sem var stofnað árið 2003 og úrskurðað gjaldþrota árið 2017. Síðan er það félagið Fasteignafélag Lambeyra ehf. sem var stofnað árið 2003 og úrskurðað gjaldþrota 2018. Í þriðja lagi félagið Daði Einarsson ehf. sem var stofnað árið 2009 en úrskurðað gjaldþrota árið 2020. Fjórða félagið er svo Þverholtabúið ehf. sem var skráð árið 2012 og úrskurðað gjaldþrota 2021.

Jóhann Þorvarðarson, pistlahöfundur á Miðjunni, fjallaði um meint kennitöluflakk Daða árið 2021. Þar sagði hann að skuldir Lambeyrabúsins hafi verið um 184 milljónir skömmu áður en það var lýst gjaldþrota. Fasteignafélag Lambeyrar hafi í árslok 2016 skuldað 239 milljónir. Daði Einarsson ehf. hafi skuldað 80,7 milljónir í árslok 2016.

Síðan var tekið fram að Daði hafi stofnað félagið Þverholtabúið ehf., en í stjórn félagsins sat tengdadóttir hans og eiginkona Ásmundar Daða, Sunna Birna Helgadóttir og var hún jafnframt prókúruhafi. Kaupfélag Skagfirðinga í gegnum Fóðurblönduna og Þverásabúið hafi keypt rekstur og eignir með yfirtöku skulda að fjárhæð 805 milljónir. Mánuði eftir að Jóhann birti pistil sinn var Þverholtabúið úrskurðað gjaldþrota.

Sunna Helga hafi svo stofnað fyrirtækið Sólheimabúið ehf. árið 2015 en gekk úr stjórninni eftir að Ásmundur var kominn í ríkisstjórn. Þá sagði í ársreikningi 2017 að Daði væri orðinn eigandi alls hlutafjár, en skuldir í árslok 2018 voru 68,5 milljónir.

Sólheimabúið heitir í dag Dönustaðabúið og Sólheimar ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK